Tuesday, December 14, 2010

Ljúflingur





Litli kisi er heppinn að eiga margar frænkur til að stjana við sig...fyrir utan alla hina.
Lífið er ljúft og notalegt*

13 comments:

Anonymous said...

æ þessi sæti litli kyssulegi kisi! ...og jólin ...og kósýheitin
úff ég bara get ekki meir :)
luv
Seli

Unknown said...

Æi hvað hann er æðislegur :) Til hamingju með hann.

www.snoturt.blogspot.com

Augnablik said...

Þú getur þetta Seli minn og nú styttist óðfluga í kisann þinn sem ég get ekki beðið eftir að hitta eftir smjáá*

Takk Dóra, hann er algjör moli;)

Fjóla said...

Litli sæti aðventuljúflingur. Sá fæddist akkurat á hárréttum tíma :) Hefði nú samt örugglega verið alveg hárréttur tími hvenær sem hann hefði trillað sér í heiminn þessi sæti krúttlegi kisi ykkar.
xoxo

Harpa Rut said...

Vá hvað hann er orðinn mannalegur (ok, ég er sjötug). Verð að fara að hitta hann og taka aðeins í höndina á honum :)

Augnablik said...

Já okkur finnst hann auðvitað hafa fæðst á fullkomnum tíma og eflaust líka elsta bróður Bjarka sem fékk hann í afmælisgjöf*Sjáðu bara hvað við erum góð, reynum alltaf að gefa einhverjum börnin okkar í afmælisgjöf..drengina í það minnsta;)

Mér finnst hann einmitt alltaf vera að breytast og sýna nýja svipi.Þú verður hreinlega að fara kíkja í kaffi frú mín góð...áður en þú verður sjötug;)

Sigurlaug Elín said...

Vá hvað hann er stór og myndarlegur! Minnir mig pínu á son minn sem fæddist 18 merkur og minnti helst á fermingardreng... Þetta er gullfallegur lítill jólaapi sem þú átt :)

Augnablik said...

Haha það er ekki nema von þú segir það því hann fæddist 19,5 mörk og 55 cm;)Frábært að eignast svona fermingardrengi, svo meðfærilegir og fínir*

Ása Ottesen said...

Hann er frábær lítill api. Gaman að hitta hann og þig í kvöld..Vona að þú hafir getað keyrt heim fyrir litlum apaöskrum**

Yndi þessi moli

Augnablik said...

Hehe já maður verður að vita hvað maður þráir í þessu lífi...í þessu tilfelli mjólkurdrykk og helst alltaf og strax;)Svo sofnaði hann á leiðinni og var salíslakur apaköttur þegar heim var komið***

wardobe wonderland said...

yndi-yndi-yndislegur kisi þinn, innilega til hamingju :D

ólöf said...

jii hvað hann er sætur!

Augnablik said...

Takk fyrir*
Við dýrkum hann!;)