Wednesday, May 12, 2010

Vorið kom....

















Vorið kom á sunnudaginn (ég segi ekki sumar fyrr en í júní)
Við fórum í göngutúr í dalnum grunlaus um að það væri ekki að plata, kappklædd og áttum von á venjulega gluggaverðrinu. Ekki aldeilis. Alvöru sól, hlýja og logn, fuglasöngur og dirrendí, svo ekki sé minnst á silalegar býflugur og einn geitung ,sannfærðu mig fullkomlega.
Við skiptum húfunum út fyrir sólhatta, settum upp sólgleraugun og lékum úti fram á kvöld.
Ljúft*

7 comments:

The Bloomwoods said...

Ég er svo hrifin af myndunum sem þú tekur, þær eru allar svo sætar eitthvað : )
En ég og vinkona mín erum ný byrjarðar með bloggið http://thebloomwoods.blogspot.com/ endilega kíkkaðu á það við tækifæri ; )

Augnablik said...

Takk fyrir, það er fallega sagt;)
Já ég mun tvímælalaust kíkja við...alltaf gaman að skoða ný blogg*

Anonymous said...

Ég upplifði sunnudaginn greinilega alveg eins og þú, fyrsta tékk var Miklatún í aðeins meiri klæðum, svo seinnipartinn var meiri útifjör í léttari klæðum kantinum ;)
Aldeilis vor í þessum myndum uhmmm

Selmi

Augnablik said...

Ohh já þetta var vorið holdi klætt...eða þú veist gróðri;)*

Fjóla said...

Ofsalegu eru börnin þín og annara sumarleg og sæt í vorinu sem verður vonandi fljótt sumar :)

Hér ber nú bara alls ekki á neinu voru né sumri né neinu nema grárri slíkju yfir öll og sem þyrlast upp um allt og inn til mans, ógeð :/

Augnablik said...

Úff já ég sá myndirnar hjá þér og vona svo innilega að djöflagosið fari að hætta þessu rögli og gefi okkur sumar án öskubakka.

Fjóla said...

oh já, það væri ossalega ossalega falleg gert ef þessu færi bara að ljúka sem fyrst. Annars hef ég fengið góða hugmynd, skella mér bara til útlanda með næsta flugi sem verður og sitja svo bara föst þar þanga til hættir að gjósa :)