Saturday, May 22, 2010
Laxi
Ég hef aldrei litið á sjalfa mig sem bleika týpu, man ekki eftir að hafa fengið bleiku veikina sem barn og hún hefur ekki brotist út í klæðnaði dóttur minnar ennþá.Þegar hún fæddist reyndi ég að forðast pastel og vemmibleikan og valdi frekar sterkari liti og mynstur. Ætlaði nú aldeilis ekki að prinsessuvæða hana að óþörfu.
Í seinni tíð og reyndar í svolítinn tíma hefur mér þótt pastellituð föt og föt sem minna á nammi, girnilegur kostur.Það var samt ekki fyrr en nýlega sem það rann upp fyrir mér í hversu miklu magni...ég er laxableikur pastellúði eftir allt saman.
Uppáhaldsliturinn hennar Sölku er blár og hún vill vera töff en ekki fín...sjáum til*
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Vá, en mikið af fallegum flíkum í fallegum litum. Þessir litir eru líka í miklu uppáhaldi hjá honum Jóa mínum. Finnst það líka fara ykkur einstaklega vel.
xxx
Ég sá að það var komið þetta fína þema í fataskápinn í bland við hina litina og mynstrin;)
Við Jói eigum þessa einmitt sameiginlega.***
Já sammála, Jói og Kolskeggur eru einstaklega glæsilegir í Laxa! Ég er komin heim og hlakka til að sjá ykkur nautin mín.
Ást,
Fríði
Jei hlakka til að sjá þig og heyra!
xxx
Vá, en hvað þú átt mikið að fallega lituðum flíkum. Elska líka svona ofsalega fína pastelliti.
En segði Sölku bara að það sé líka fínt að vera töff :)
xoxo
Það eru svo sannarlega ekki allir sem bera bleikann vel en þú ert ein af þeim heppnu ;)
Já svo sammála með laxinn, fer þér einstaklega vel Kolur minn og jú honum Jóa líka.
Knús&kossar
Harpi
Ég ræð bara ekki við mig þegar nammilitir eru annarsvegar og já það er sko fínt að vera töff;)
Ást og ylur til Eyjunnar og Riga***
Þú ert sannarlega mikill laxmaður hoho (var lengi að hugsa þennan ;)
Ótrúlega mikið nammi namm og girnilegheit að vanda!
xxx
Seli
Jú ég er laxmaður mikill og þú ert nammi en mér finnst lax samt ekkert góður...jú nema hrár í súzí;)
Post a Comment