Sunday, May 16, 2010

Krummar







Í dag rættist langþráður draumur Sölku um að við færum í lautarferð.
Hún er aldrei glaðari en þegar eitthvað stendur til og dreymir um flutninga, ferðalög og önnur ævintýri á hverjum degi og finnst við að sjálfsögðu aldrei uppfylla neitt af þessu.
Við borðuðum sumsé nesti í garði Einars Jónssonar og sáum krummahreiður, hund, kött, fínar styttur og prúðbúið fólk, gerðum könnun á besta ískaffinu og völdum okkur krúttleg hús til að búa í.

7 comments:

Ása Ottesen said...

Elska svona daga :) Sólin er besti vinur minn núna. Nema reyndar í gær þá fékk ég vott af sólsting...það var að vísu ekki gott.hehe

Lára said...

hún er svo krúttleg þessi elska

Augnablik said...

Já þessir dagar hafa verið svo ljúfir og góðir en sólstingur já, það er nokkuð vel af sér vikið;)

Lárus ég verð að fá að kíkja til þín og sjá molasykurinn ómótstæðilega sem fyrst!
***

Fjóla said...

Og hvar var svo besta ískaffið ??? Ég bíð spennt eftir úrslitunum !!

Augnablik said...

Hehe spennó en mér fannst það besta vera í Eymundsson á Skólavörðustígnum...með vanillusýrópi, ég er náttúrulega smákrakki þegar kemur að kaffi og svona sjeik hentar mér afar vel;)
Kaffitár sem ég er yfirleitt hrifin af hristi bara kaffið með klökum og það var vibbavont, já og svo prófaði ég líka heima um daginn og það var fínt en ég sendi þér kannski bara greiningu í pósti;)***

Fjóla said...

Tíhíhí :) Líst afskaplega vel á það :) Erum einmitt á leið til Flórída í október og mig er strax farið að dreyma um lovly lovly frappochinoinn með karmellunni, fá bara vatn í munninn við tilhugsunina uuummmmm......

Augnablik said...

Úúúú heppnu þið!...ég held bara áfram að þróa heimafrappann;)