Friday, April 2, 2010
Út um gluggann....
Við skruppum norður á Akureyri fyrir páska.
Mér þykir alltaf eitthvað svo vænt um Akureyri.
Fyrir utan góðar minningar úr árlegum hringferðum í æsku þá er hún dulítill örlagavaldur í lífi mínu.
Þar kynntist ég nefninlega elskuga mínum árið 1996 klædd 5o króna v-hálsmálspeysunni úr Kolaportinu sem mér fannst alveg eins og Kurt Cobain var í á unplugged tónleikunum, fjólubláa Turtlesbolnum undir og Spútnik gallabuxunum við sem vöktu athygli nokkura Akureyringa af því þeir voru ekki með Spútnik í þá daga, úfið og skipulega ógreitt tagl/snúður og strigaskóm.
Prins Christian, ferskjulíkjör,capri og ómótstæðilegur strákur með sítt hár í tagli sem var miklu úfnara, flæktara og dekkra en mitt, í ljósblárri renndri "íþrótta"peysu með tveimur hvítum röndum á hliðinni, snjáðum gallabuxum og með skeggrót!
Rúmlega 13 árum síðar tek ég myndir út um gluggan úr bílnum með ástmanni og litlu dýrunum mínum á leiðinni norður þar sem vorið er ekki alveg komið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
þið eruð náttúrulega ofurkrútt bæði tvö.. dásemdar lýsing..
Svei mér þá ef þetta eru ekki nákvæmlega sömu fjöll og ég horfði einmitt sérstaklega á þegar ég fór norður þarna um daginn..
Krúttíbollurnar við;)
Það er frekar líklegt***
Post a Comment