Tuesday, April 6, 2010

Letiblóð






Ég hef aldrei verið sleip á skíðum.
Fékk venjulega kvíðahnút í magann þegar kom að skólaferðum á skíði þar sem myndi komast upp að ég kynni ekkert og renndi mér í barnabrekkunni á skíðum sem væru 1,90 af öðrum bróður mínum og í galla af hinum.
Ég leit á ferð á Akureyri eins og borgarferð út fyrir landsteinana þar sem ég myndi ráfa um bæinn í leit að girnilegum búðum, söfnum og kaffihúsum, taka myndir og skoða iðandi mannlífið um leið.
Samferðarfólk mitt hafði aðrar hugmyndir og þráði að renna sér í nýföllnum púðursnjónum sem þótti einstaklega lokkandi.
Helmingurinn gerði því einmitt það en hinn helmingurinn lét sér nægja að horfa á frænkurnar sýna fínustu takta í skíðaskólanum annan daginn en lét drauma sína um kaffihúsahangs og lattesötr rætast hinn daginn.
Ég veit ekki hvort ég er skíðamamma, það virkar soldið vesen?

7 comments:

Anonymous said...

Þú varst nú orðin dálítið sleip á brettinu forðum daga ef ég man rétt :) Þú kannski kippir því með næst.

kv. Margrét

Augnablik said...

Mjaaa ég lagði mig í það minnsta alla fram og uppskar bólgin og blóðug hné en mikla gleði í hjarta...ég viðurkenni fúslega að það var gaman;) Veit bara ekki hvort brettin henta í barnaglensið*

Anonymous said...

nei það er kannski satt hjá þér... en nú getur þú allavega verið í barnabrekkunni án þess að skammast þín fyrir það og skíðin í dag eru mun minni en þau voru í denn... þannig að ég myndi segja að þú værir á grænni grein í dag :)

See´ya soon :)

kv. Margrét

Augnablik said...

Já þú meinar að það sé ekki allt betra í gamla daga?;)
Jess hvað ég er heppin að vera á svona fagurgrænni grein!
***

Áslaug Íris said...

Jii hvað Funi er ofur sætur á þessum myndum!
x
Áslaug

Fjóla said...

ó mæ hvað hann Funi er mikið bjútí á þessum myndum :)
Ég er á sama stað og þú með þessa skíða/kaffihúsa togstreitu :) Gott að skipta bara svona á milli, best báðu megin :)
xoxo

Augnablik said...

Hehe hann er krúsí og á myndinni hægra megin var hann að vanda sig ofsa mikið að segja síís sem verður oftast að svona svip;)

Já ætli það sé ekki bezt að skipta þessu eitthvað niður...ég er bara með smá skíðafóbíu og mikla þetta fyrir mér*
xxx