Sunday, April 25, 2010
Uppskera
Glæný uppskera af börnum, kaffi,snúðar,jarðaber,pönnukökur og fleira góðgæti í kaffiboði hjá doktor T fyrir stuttu.
Flestir komu með fermingarmyndir öðrum til ánægju og yndisauka en ég skildi mínar eftir í von um að þær fengju pláss á arinhillunni...krossa fingur.
Saturday, April 17, 2010
Froðusnakk
Rétt fyrir páska fór ég í þennan líka fína kaffisopa til selskinnsvinar.
Fyrir utan hvað kaffið var ljómandi, var það líka svo myndrænt eftir á og mér fannst ég geta séð inn í framtíðina úr froðunni (já aftur).
Þennan sama dag komst ég líka að því að það er vel hægt að lesa úr kakófroðu....hmmhaa spennandi þetta líf!
Sunday, April 11, 2010
Páskafrí
Friday, April 9, 2010
Hátíðarskap
Það er ekki hægt að fara norður án þess að koma við í Jólahúsinu og gleðja augað.
Þar er talið niður til jóla allan ársins hring og allir komast í hátíðarskap með munninn fullan af karamellum og jólabrjóstsykri ,Bing Crosby í eyrunum og jólafínt fyrir augunum.
Mér var samt svolítið létt þegar ég sá að það var bara opið í fjóra tíma á dag...starfsmannsins vegna.
Wednesday, April 7, 2010
Tuesday, April 6, 2010
Letiblóð
Ég hef aldrei verið sleip á skíðum.
Fékk venjulega kvíðahnút í magann þegar kom að skólaferðum á skíði þar sem myndi komast upp að ég kynni ekkert og renndi mér í barnabrekkunni á skíðum sem væru 1,90 af öðrum bróður mínum og í galla af hinum.
Ég leit á ferð á Akureyri eins og borgarferð út fyrir landsteinana þar sem ég myndi ráfa um bæinn í leit að girnilegum búðum, söfnum og kaffihúsum, taka myndir og skoða iðandi mannlífið um leið.
Samferðarfólk mitt hafði aðrar hugmyndir og þráði að renna sér í nýföllnum púðursnjónum sem þótti einstaklega lokkandi.
Helmingurinn gerði því einmitt það en hinn helmingurinn lét sér nægja að horfa á frænkurnar sýna fínustu takta í skíðaskólanum annan daginn en lét drauma sína um kaffihúsahangs og lattesötr rætast hinn daginn.
Ég veit ekki hvort ég er skíðamamma, það virkar soldið vesen?
Subscribe to:
Posts (Atom)