






Ég hef aldrei verið sleip á skíðum.
Fékk venjulega kvíðahnút í magann þegar kom að skólaferðum á skíði þar sem myndi komast upp að ég kynni ekkert og renndi mér í barnabrekkunni á skíðum sem væru 1,90 af öðrum bróður mínum og í galla af hinum.
Ég leit á ferð á Akureyri eins og borgarferð út fyrir landsteinana þar sem ég myndi ráfa um bæinn í leit að girnilegum búðum, söfnum og kaffihúsum, taka myndir og skoða iðandi mannlífið um leið.
Samferðarfólk mitt hafði aðrar hugmyndir og þráði að renna sér í nýföllnum púðursnjónum sem þótti einstaklega lokkandi.
Helmingurinn gerði því einmitt það en hinn helmingurinn lét sér nægja að horfa á frænkurnar sýna fínustu takta í skíðaskólanum annan daginn en lét drauma sína um kaffihúsahangs og lattesötr rætast hinn daginn.
Ég veit ekki hvort ég er skíðamamma, það virkar soldið vesen?