Tuesday, November 10, 2009

Nú átt þú að segja...



Á föstudaginn síðasta voru liðin 3 ár frá því ég hitti litla strákinn minn í fyrsta skipti og horfði í augun á svarthærða búddanum sem var svo miklu stærri en ég átti von á.
Ég gæti sagt að tíminn hafi liðið svo hratt og hvað mér þætti það stutt síðan,eins og gerst hafi í gær... en samt ekki.Mér finnst nefninlega eiginlega eins og hann hafi alltaf verið hjá okkur.
Í mínum huga er hann auðvitað magnaður karakter og gæti ekki hugsað mér annað en að eiga eitt stykki akkúrat hann.
Þegar við vorum að keyra heim um daginn sagði hann:"Mamma spurðu mig af hverju ég er svona leiður"
Ég: "Nú af hverju ertu svona leiður"?
Hann: "Af því bara ég sakna vina minna á leikskólanum svo mikið" svo gerði hann sig voða leiðan, bretti vörina niður og augun glönsuðu af innlifun.
Hann getur brætt mann eins og smjör og hlýjað manni um hjartað með persónutöfrum og einlægni en það viðurkennist að hann ber áreiðanlega ábyrgð á nokkrum gráum hárum líka....skiptir engu,ég lita þau bara jafnóðum.

8 comments:

Anonymous said...

Til lukku með elskulega Funa sæta... eins og þú segir þá er hann akkúrat eins og hann á að vera... algjör gullmoli í alla staði :)Nauðsynlegt að hafa svona gaura í lífi sínu þó svo gráu hárunum fjölgi í návist þeirra ... hehehe...

Við í Laugalindinni hlökkum til að hitta afmælisdrenginn og auðvitað ykkur hin líka sem fyrst.

Kv. Margrét

Jóna Ottesen said...

Til hamingju með afmælið Funi ;) Ótrúlega sætur og sjarmerandi
Eigið góðar stundir
og við sjáumst svo mjög fljótlega

Ása Ottesen said...

Til hamingju með Funa sæta og eins og Jóna sagði, sjarmerandi :)

Kossar og knús

xxx

Aslaug said...

Til hamingju með litla fallega ljónsungann þinn sem bæði bræðir og glæðir.
Kossar til þín elsku Kolla***
Áslaug

Fjóla said...

Til lukku með sætabrauðið þitt þarna um daginn :) Veit að mamman hefur án efa gert þannan ammælisdag eftirminnilegan eins og alla aðra ammælisdaga.
Ammæliskveðjur og kossar :*

Augnablik said...

Takk elsku vinkonur***
Já hann gefur sko lífinu lit eldkallinn ofursvali;)
Hlakka til að sjá þig Jóna mín og líka þig Áslaug blómstur og ykkur allar...afmæli á morgun en ekki sunnudag kl. 14 fyrir þær sem eru lausar...best að senda póst;)
Ást
***

Anonymous said...

Til hamingju með litla frábæra og sæta Funa ykkar um daginn. Hann er náttúrulega alveg einstakur með sína björtu röddu, æðislegur bara alveg :). Þessi pistill var svo fallegur Kolla og myndirnar líka :)

Knús
Bryndís

Augnablik said...

Takk Bryndís mín*
Já hann er sko algjör moli og fyndinn karakter. Ég gæti talið upp endalaus gullkorn og sögur en skrifa þær bara í sér bók fyrir mig;)