Tuesday, October 6, 2009

Þú hefur stækkað í nótt...






Ég tók sorglega fáar myndir í afmælisveislunni minni en þar voru blöðrur,seríur, sjúklega fagrir pakkar og kort og fallegir vinir...svo mikið er víst*

10 comments:

Harpa skarpa said...

Elsku Kolla. Afmælis hjá þér er náttúrulega miklu meira afmælis en hjá nokkrum öðrum. Þetta var frábært afmæli með þeirri umgjörð sem ykkur kærustuparinu er einu lagið að skapa.

Ég og minns þökkum fyrir okkur þó okkur hafi fundist húllahringurinn snargallaður. Svolítið niðurbrot þar.

Augnablik said...

Takk elsku Harpa* Þið áttuð að sjálfsögðu stóran þátt í umgjörðinni;)

Játs meingallaðir húllas, ég stóð í þeirri trú að ég þyrfti ekki einu sinni að æfa mig og myndi samt rústa keppninni...rematch!
*********

Anonymous said...

oohhh ég vildi að við hefðum komist, kvöldið hefur greinilega verið frábært. Við missum sko ekki af öðru partýi hjá ykkur!!!

María og Adam

Augnablik said...

Já, frá og með deginum í dag er stranglega bannað að missa af partýunum okkar;)
Vonandi eru þið orðin eiturhrezz eins og frezz***

Anonymous said...

Hæ afmælisskvísa... leitt að við komumst ekki, það er svona þegar maður hefur ekki úr miklu að moða í pössunarmálum :-( ... en yndislegt að heyra að afmælið hafi heppnast vel.

Vonandi sjáumst við um helgina og upplifum bara annan í afmæli... jeiii

Kv. Margrét

Augnablik said...

Jebbsí pepsíkóla við sjáumst tvímælalaust og fögnum...ég er hætt að telja..í afmæli vúhúúúúú!;D
Hlakka til******************

Anonymous said...

Takk fyrir mig elsku Kollulínan mín. Þetta var svo skemmtilegt og þið aldeilis höfðingjar heim að sækja og kakan og kertablásturinn gerði útslagið! Namm hvað mig langar í smartísafmælisköku núna. Vonandi fæ ég að koma til ykkar aftur fljótlega - eða þið til okkar :). Líka gaman að kynnast fólkinu hér í kommentunum betur, fann mig sko alveg með mágkonu og svilkonu í leikskólauppeldispælingunum - og Frissa á trúnó auðvitað! haha

Jæjó bæjó spæjó
Bryndís

Augnablik said...

Hjartans þakkir fyrir komuna Bryndís mín og fyrirmyndarhegðun í alla staði;)
Gott þú gast minglað eins og þér einni er lagið og já þú getur alltaf treyst á trúnó með Frissa*
Aftur sem allra fyrst blómið mitt.
****

Fjóla said...

Oh, held ég verði leið að eilífu amen yfir að hafa ekki komist í ammælis :/ missi sko ekki af næsta partýi hjá ykkur, já, eða bara einhverju sem þið takið ykkur fyrir hendur kærustu.
Greinilega verið trallað og skrallað, lifað og leikið af innlifun. Til hamingju með æðislega ammælið þitt, gjafirnar, kökuna og kertablásturinn.
xxx

Augnablik said...

Takk elsku Fjóla og einmitt hárrétt!Hér með mæta allir í afmælis og barasta allt húllumhæ sem boðið er upp á í okkar nafni;D
Já og ég náði að blása á ÖLL kertin í einu!
Ást til þín og eyjunnar sem ég vona að sé ekki fokin upp frá rótum*
xxxx