Mamma mín og John Lennon deila sama afmælisdegi.
Mömmu varð samt svo mikið um stórafmælið að hún lagðist í rúmið daginn fyrir afmælisdaginn.
Glæsi blómvendir í yfirstærðum, glaðningar,gjafir og mögnuð kort streymdu inn (kommóðan er kort) og glöddu sjúklinginn.
Á sunnudeginum var frúin farin að hressast og fjölskyldan át,drakk og var glöð saman í glerhýsi háu sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.
10 comments:
Til lukku með múttu :) ... æðislegt kommóðukortið... bara snilld.
Kv. Margrét
Takk og takk fyrir síðast...þið eruð ávallt höfðingjar heim að sækja!Ég gerði fátt annað en að borða dýrindis krásir þá helgina;)
Já trúiru þessu korti!?
xxx
Innilega til hamingju með mömmuna þína.. heppin er hún að eiga ykkur sem galdra fram alla þessu fallegu hluti og myndir í framhaldi af því..
Já nákvæmlega... takk fyrir síðast... það er alltaf æði að fá ykkur í heimsókn... höfðingjar heim að sækja segirðu, þið sem þurftuð að koma með drykkjarföngin með ykkur... hehehe
kv. Margrét
Vá en yndisleg afmælisstund fyrir mömmu þína greinilega :) enn og aftur til hamingju með hana!
kv. Selmi litli
Rögl er þetta kona hehe og ekki gleyma kókosbollunum og hinu kolaportsstöffinu össs!Við fengum langmest sjálf...og þú minnst ;)Næst býð ég ykkur upp á ljúfmeti úr bókinni góðu*
Takk molar fyrir hönd móður minnar***
gvöð... gleymdi ég að nefna Kolaportsgóðgætið... jammí... hlakka til að smakka eitthvað sem þú töfrar fram úr bókinni góðu :)
kv. Margrét
Juuu þú ert nú alveeg!;)
Mmmm get ekki beðið eftir að töfra fyrir þig***
Heppin mamma að eiga ykkur sem gefa henni svona fína og góða ammælisveislu :) Innilega til hamingju með hana, aftur hehe :)
Og þetta kort, hef aldrei séð annað eins ! Er bara varla að trúa þessu að þetta sé kort :) Svo svo fallegt ...
Takk Fjóla mín*
Já ég er ennþá að klóra mér í hausnum yfir þessu ótrúlega korti;)
Post a Comment