






Á Grámyglulegum rigningardegi skrapp ég á smíðaæfingu ásamt fjelskyldu. Að setja saman bangsarúm (þurfti aukahendur) á eins flókin hátt og mér gat dottið í hug þann daginn.
Smellti nokkrum myndum af öðrum verkefnum í leiðinni.
...ég vildi að ég gæti tekið myndir með því að blikka augunum
9 comments:
Vá hvað þetta er fallegt alltsaman. Æðisleg smíðastofa sem mig hafði einmitt svo langað að fá að sjá. Hlakka til að sjá bangsarúmið.
Á ekki að skella myndum af rúminu fagra hér inn??? Hlakka til að sjá útkomuna :)
Kv. Margrét
Takk og já ég er ótrúlega ánægð með aðstöðuna og að vera ekki ofan í kjallara eða í skúr fyrir utan skólann eins og oft vill verða;)
List og verkgreinakennararnir héldu einmitt sýningu á verkefnum lillu snillanna í gær...ég set inn myndir af því síðar*
Vá, en draumkennd smíðastofa, er þetta aðstaðan þín, smíðastofan ÞÍN ??? hjeppna hjeppna þú að fá að föndra daginn út og daginn inn, stefni klárlega að því sama þegar ég verð stór !
Ohhh já hún er ofsa góð stofan mín og stundum langar mig bara að dunda mér sjálf út í eitt og sleppa kennslunni;)
Og hey þú kemur auðvitað í æfingakennslu til mín hehe***
þykist vita að allt eru þetta þín verk.. svo falleg öll sömul..
smíðastofa sem minnir á ævintýraheim...
Njaa ekki alveg öll...hundalampinn er eftir snillastúlku í 7. bekk sem teiknaði og hannaði allt saman og mósíkið er líka eftir annan.
Það er smá litasýra í gangi í stofunni minni en það er ekkert nýtt og ég fíla það;)
vá en fagglegt og skemmtilegt allt saman :)
þú er rosa góð í smíði, þú ferð greinilega oft á smíðaæfingar ;)
kjuss kjuss
Selms
Ó takk elsku selbiti*
Já ég reyni að fara á æfingu að minnsta kosti 5 sinnum í viku;)
*******************************
Post a Comment