Sunday, October 18, 2009

RóleguheitinHelgin sem er að líða er áreiðanlega sú rólegasta í langan tíma.
Við þurftum ekki að vera nein staðar nema bara þar sem okkur sýndist.
Borðuðum heimagert sushi,vöktum lengi ,sváfum frameftir,fórum á kaffihús,löbbuðum í rigningu, skoðuðum í búðir, settum saman rúm á eins flókin hátt og hugsast getur, bökuðum pizzu,ég grét með ekkasogum yfir bíómynd,vöktum,sváfum,lékum,vorum lengi á náttfötunum,andlitsmáluðum,sáum heilan regnboga,fórum í kaffiboð og skreyttum köku.
Stundum er best að hafa það einmitt svoleiðis.

5 comments:

Fjóla said...

uuuummmmmmm .... heimagert sushi, hvað gerist betra en það ? Get stolt tilkynnt það hér með að ég er að fara á sushi námskeið næsta sunnudag og ég get hreinlega ekki beðið ! Fæ vatn í munninni við að skrifa það hér ...

*heimahelgar* og *geraekkineitthelgar* get oft verið þær bestu. Allt í rólegheitunum, ekkert stress, engar skuldbindingar bara kósý út í gegn.
Notó xxx

Augnablik said...

Já hann fagri blakkur klikkar ekki í eldhúsinu frekar en fyrri daginn og sushi-ið var himneskt!
Ég er líka svo óendanlega stolt af þróun þinni og næst getum við barasta föndrað saman;)

Einstaklega ljúft og notalegt að fá svona helgar inn á milli...þá kann maður svo vel að meta þær***

Ása Ottesen said...

Vá þetta er sko næs helgi. :) Svipað var það hjá mér nema ég held bara svei mér þá rólegri. Vona ég sjái þig sem fyrst. xx

harpsí said...

Vá hvað ég hefði viljað taka þátt í einhverjum þessara ofurrólegu athafna. Það stóð víst til boða en fær vonandi annað tækifæri.

Augnablik said...

Ég verð að fá minn mjásuskammt sem allra,allra fyrst*
Ókei Harpíta þú færð einn séns til...einn!!
**********