Saturday, July 11, 2009

Dalurinn




Það þarf ekki að fara langt.
Eiginlega bara örstutt, með smá nesti af því það er svo örstutt.
Lækir,"fossar",tjarnir, blóm, síli...og flugvélar. Já og líka stelpa sem stendur meira á höndum en fótum.

Friday, July 10, 2009

Blörrur!







Við settum blöðrur á pakka þeirra hjóna af ástæðu. Blöðrur,gleði og grín fara sérlega vel saman. Já og hopp.
Mér fannst sumsé mjög mikilvægt að fá þau nýbökuðu í blöðrufótósjút í dögginni klukkan um það bil 3 eftir miðnætti..og ýmsa fleiri líka;)
Víííííí!

Wednesday, July 8, 2009

Ringaringaringa...





Eftir athöfnina hófst heljarinnar veisla sem stóð langt fram á morgun.
Ræður og skemmtiatriði fóru einstaklega vel fram. Mannfræðingarnir margfrægu dönsuðu m.a. fyrir hjónin í Bollywoodstíl ,brúðguminn var vígður inn í hópinn og brúðurin endaði að sjálfsögðu í splitti eins og ávallt þegar einstaklega vel liggur á henni. Ástarsögur, blómstandi tré og skjótvaxandi "blóm" voru afhent. Færeyskir söngvar sungnir og dansaðir, fallegar myndir og hjartnæm orð látin falla.
Dansað,transað og glansað af gleði fram á næsta dag.
Blöðrurnar eiga svo eftir að sanna tilvist sína í næsta brúðkaupsmyndaþætti...ó já!

Sunday, July 5, 2009

Sykurhúðað



Add Image

Fékk mér kaffisopa í góðra vina hópi um daginn..mmm já,já alvöru kaffisopa án sýróps og allt..tvöfaldan latte og allt og eiginlega bara fjórfaldan því ég fékk mér annan um hæl. Fékk ekki tremma,hjartsláttartruflanir,suð fyrir eyrun eða neitt...hver segir svo að draumarnir geti ekki ræst. Ég verð komin með rjúkandi rettu í hina innan árs.
Valhoppaði svo niður Laugarveginn og inn í uppáhaldsbúðina mína, þar sem ég greip með mér náttklæði og kennslukonuskyrtu á spottprís. Náttkjólafetishið mitt er annars að ná nýjum hæðum um þessar mundir.
Það er bara eitthvað við áferðina, litina og mismunandi blúndurnar sem fær mig til að bráðna í hvert skipti.

Uppáhalds*



Ein af mínum bestu og mest uppáhalds hélt upp á ammælið sitt 30 júní.
Hún á kinnalitaðann páfagauk er ótrúlega góð að smíða úr silfri og er með póstkort og myndir á veggjunum sem mig langar að nappa...svo fátt eitt sé nefnt.

Friday, July 3, 2009

Kyssast upp á títuprjón











Brúðhjónin geislandi fögru færðu sig upp um flokk í þjóðskrá á besta hátt sem hugsast getur.
Undir berum himni í dásamlegasta veðri sumarsins ,við gullfiskatjörnina, í faðmi fjölskyldu og vina, undir harmonikkuleik, við söng Sólheimakórsins (innlifunin og einlægnin fékk mig til að gráta),undir lúðrablæstri,rósablöðum,blaktandi fánum og gleðitárum.
Og kvöldið var í þann mund að hefjast...