Thursday, January 29, 2015

Litalega

Litir úr símanum í tilefni bjartari daga.
*Flöskurnar í Norræna húsinu.
*Diskódansandi vöðvaleikföng.
*Litrík sápa á bílaþvottastöð.

Friday, January 23, 2015

Sama en samt ekki...

Ævintýralegi miðjudrengurinn átti 8 ára afmæli í nóvember. Í tilefni af því fannst mér við hæfi að útbúa indjánagjörning honum til heiðurs. Ég eiginlega krafðist þess af því að mig langaði svo að prófa að gera indjánatjald. Hann hefði verið ánægður með hvað sem var. Ég sá eftir þessari kröfu af minni hálfu þegar ég var að klessa kökunni saman kl. 2 um nótt. Það fór betur en á horfðist og ég hef lúmskt eða ekki svo lúmskt gaman af svona rugli.
Alltaf sama kakan í mismunandi búningi, líka hér, hér, hér og hér....

Monday, January 19, 2015

Nær...


Janúar er ennþá hér og þessar símamyndir eru einmitt teknar á öðrum degi ársins. Næstum því í rauntíma. Það var annars óendanlega fallegt veður þennan dag og ég komst varla úr sporunum því ég var svo upptekin við að reyna að fanga fegurðina. Það tekst aldrei alveg. Við vorum líka mjög upptekin af því að gefa kanínunum. Það tekst alltaf.

Thursday, January 15, 2015

Spóla

Nú spólum við aðeins yfir janúar.

Wednesday, January 14, 2015

Páfugl úti í mýri

Símamyndir síðan í október. "Páfugl út í mýri" var mjög skemmtileg sýning í Norræna húsinu í haust.
Fátt sem á sér stað í rauntíma hér. Hver veit nema ég nái í skottið á mér einn daginn.

Tuesday, January 13, 2015

Óviðráðanlegt

Jökulsárlón í sumar á leiðinni frá Færeyjum. Póstkortaveður og við tókum einhverja hundruði mynda ásamt hinum túristunum. Það ræður enginn við sig í þessum aðstæðum.

Monday, January 12, 2015

Hækkandi

3 myndir sem minna mig á að dagurinn lengist...smátt og smátt.