Monday, January 19, 2015

Nær...


Janúar er ennþá hér og þessar símamyndir eru einmitt teknar á öðrum degi ársins. Næstum því í rauntíma. Það var annars óendanlega fallegt veður þennan dag og ég komst varla úr sporunum því ég var svo upptekin við að reyna að fanga fegurðina. Það tekst aldrei alveg. Við vorum líka mjög upptekin af því að gefa kanínunum. Það tekst alltaf.

No comments: