Thursday, February 2, 2012
Velkomin sértu...
Febrúar!
Þessar myndir voru teknar í janúar þegar ég húkti við gluggann og fylgdist með allskonar tegundum af veðri, aðallega snjó og komst ekki út og reyndi að hressa mig við með því að borða allskonar kökur og kaffi. Mér finnst möndlukaka fáránlega góð, möndludropar verða alltaf vinir gömlukonubragðlaukanna minna.
Nú er ég hætt að húka og býð febrúar hjartanlega velkominn með öllu glensinu sem honum fylgir.
Febrúar ég treysti á þig!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Febrúar verður frábær, alveg...
Frábrúar :)
Mmmm möndlukaka... áttu góða uppskrift? ;)
Ahhh já frábrúar hljómar unaðslega!
Ég á enga uppskrift því miður en ég keypti þessa svo ofsa fína og mjúka í bakaríinu og borðaði hana alveg sjálf;)
***
jájájá áfram febrúar, hann kemur meðidda ég er viss :)
ehh kveðja
Selur
oh þetta er svo fallegt..ég skil ekki hvernig þú getur alltaf látið alls konar leiðinlegt líta svona dásamlega út. Ég meina, að vera föst inni og úti er ískyggilegt frost..en inni eru bara kökur og dásemdir. Lífið er gott. Fyrir utan brotið. Annars gott. Febrúar verður mánuðurinn þinn;)
Haha takk og jú lífið er gott ég er hætt að röfla;)
Nú jæja, ég leita að uppskrift á netinu. Elska möndlukökur, marsa og svoleiðis mmm... :)
Kjamms ég líka...þú mátt endilega láta mig vita ef þú finnur eitthvað ætilegt;)
Post a Comment