Saturday, February 25, 2012

Þar sem gleðin býr

Gamla Lundby dúkkuhúsið mitt hefur gengið í endurnýjun lífdaga.
Ég notaði það mest sem þrautabraut fyrir hvítu tilraunamýsnar mínar sem slitu gólfefninu og fjölguðu sér á ljóshraða.
Nú er það íverustaður ýkt hressrar playmofjölskyldu sem samanstendur af minnst 8 börnum, 5 köttum, 3 broddgöltum, nagrísi og allskonar fólki. Það er ógeðslega mikið að gera hjá þeim og gaman að fylgjast með lífinu og fjörinu sem á það til að leysast upp í vitleysu.

10 comments:

vala.... said...

vá, flottasta playmohús sem ég hef séð!

Anonymous said...

þetta er sjúkt flott!
...langar að fara að skoða það aftur í beinni ;)

xxx
Selur

Augnablik said...

Takk hún (og þeir þegar þeir fá að komast að) er himinsæl með það;)

Koddu,koddu selskinn*

Valgerður said...

vá æðislegar myndir af heillandi litlu húsi!
flott stofan, sérstaklega sófasettið :)

Jóhanna Svala said...

Oooo ég á alls konar sams konar og þú, eins og t.d. hvítu standklukkuna og fleira ;) Greinilega mjög gaman í olden Lundby town ;) p.s Playmo fólk er miklu hressilegra fólk en Lundby fólkið, og passar líka svo vel inn í húsin ;) LOVE IT!

Augnablik said...

Ég hefði sko ekkert á móti sumum húsgögnunum í raunstærð;)

Úúú Jóhanna ég þyrfti að kíkja á þitt hús og já playmofólkið er svo miklu hressara en Lundby fólkið...mitt virðist hafa gufað upp en húsgögnin voru sem betur fer á sínum stað*

Anonymous said...

ó, vá...! og playmofólkið á playmo

-dísa

Augnablik said...

Já og playmofólkið á sitt eigið playmo!;)

ólöf said...

Nei mikil ósköp hvað þetta varð svona fallegt og fínt.. sá einhverjar voða fínar og raunverulegar nærmyndir af leikföngum um daginn líka, get ómögulega munað hvar þær voru núna. Sendi það kannski á þig við tækifæri - ef ég finn þær..

Augnablik said...

Já endilega*