Saturday, January 28, 2012

Api í búri...




Eins og það er nú gaman að fara í dýragarð og skoða íbúa hans þá er líka eitthvað sorglegt við það.
Að dýrin hafi verið fönguð og sett í búr okkur til skemmtunar. Þessir apar búa í Barcelona og ég gat setið límd við búrið þeirra tímunum saman. Næst ætla ég að frelsa þá.
'Ég er að klikkast á því að vera í þessu gifsi og komast ekki út...eins og api í búri.
Drama, ég veit!

Monday, January 23, 2012

Dreki



Ár drekans er runnið upp og mér finnst tilvalið að fagna því.
Á laugardaginn klæddu krakkarnir sig upp í kúng fú búninga eftir eigin höfði án þess að vita hvað það var viðeigandi.

Sunday, January 22, 2012

Gott kvöld




Það var kvöld eitt, einhvern tímann fyrir jól að ég tók með mér ískaldan bjór út í skúr og málaði pastellitaða trjágrein.
Þegar ég var á leiðinni inn aftur fann ég lokkandi kökuilm í loftinu og óskaði mér að ég ætti heima á sama stað og ilmurinn...heppnin var með mér.

Thursday, January 19, 2012

Vandað







Laugardagskvöld í vönduðum félagsskap fyrir ekki svo löngu.

Sunday, January 15, 2012

Hangandi




Áður en krakkarnir náðu að skreyta allar piparkökurnar í húsinu, nappaði ég nokkrum til eigin nota og hengdi þær allsberar út í glugga í forstofunni.
Þær hanga þar enn og seríurnar líka...kannski bara fram á sumar.

Thursday, January 12, 2012

Brot



Smá brot úr deginum...ökklabrot.
Ég hef legið með fótinn ofan á stafla af púðum lungað úr deginum og æfi mig á hækjunum þess á milli.
Gæti verið verra.

Tuesday, January 10, 2012

Frameftir öllu






Næturgistingu á milli jóla og nýárs.
Frænkur+frændi skáru úr og skreyttu piparkökur í margar klukkustundir samfleytt og gleymdu næstum að fara að sofa.

Thursday, January 5, 2012

Þurrt að kalla



Tréð sem einu sinni var svo fjarska fínt er farið að minna óþægilega mikið á þurrskreytingu þessa dagana. Það ilmar samt vel og ég þrjóskast við að hafa jól í nokkra daga í viðbót.

Sunday, January 1, 2012

*2012*


Gleðilegt nýtt ár!
Megi það verða uppfullt af ævintýrum, ást og hamingju.
Takk fyrir að líta við***