Sunday, November 13, 2011

Pastelperri




Fékk þetta sjúskaða borð sem ég vil eiginlega ekki vita hvað kom fyrir á 500 kr.
Pastelperrinn heimtaði yfirhalningu.

12 comments:

Viktoría said...

Vá, en fínt! Hvernig málningu notaðiru á þetta?

Ása Ottesen said...

Ohh þetta er svo fallegt :) Elska líka pastel, vil pastel í hárið og í matinn.

xx

Anna Soffía said...

Vá fallegt, mundiru vilja deila því hvernig þú gerðir þetta? Hef tekið borð í gegn og ég var ekki nógu ánægð með útkomuna en þetta lítur út fyrir að hafa verið sprautulakkað þetta er svo fínt!

Augnablik said...

Takk fyrir;)

Ég byrjaði á að *grunna 2-3 umferðir og sparslaði í skemmdirnar. Það þarf að *pússa grunninn (og sparslið) til þess að hann verði sléttur og fínn (ég notaði juðara). Næst *málaði ég með litnum sjálfum (venjuleg veggmálning)og að því loknu *lakkaði ég yfir með gólflakki í gljástigi 50.
Mæli samt frekar með því að kaupa bara lakkmálningu í lit, hef prófað það líka og fannst það betra;)

Já Ási og í fötin og andlitið og allt í kring...ég er einmitt á pastelkúrnum*
xxx

Anonymous said...

Þetta er bara hrein snilld!
Kolla áfram með pastelið ajeee;)

x
Seli

ólöf said...

vá... aldeilis sjúskað fyrst, vel framkvæmd yfirhalning! ég persónulega hefði kannski farið í annan tón en þennan bleika en hann er samt sætur og hæfir þér held ég, svolítið svona þessi pastel-bleika-sæta-týpa..haha :)

Augnablik said...

Iss þetta er fjólublátt og ég er allt annað en bleik týpa!;)En jú pastel á sér vissulega alla regnbogans liti og tóna og ég hef prófað þá nokkra;)

Fjóla said...

Fallegt ! Smíðakennarinn alveg með yfirhalninguna á hreinu ;)
Dásamlega val valinn litur og hver fær nokkurn tíman nóg af pastel ? Ekki annað hægt en að vera pastelperri svo fallegt er það :D
xoxo

Anna Soffía said...

Vei takk kærlega fyrir! Er að fara að taka eldhúsborðið í gegn!! :)

Augnablik said...

Smíðakennarinn er hvatvís fjandi sem verður að sjá árangurinn strax!Málar í myrkri og stundum yfir ópússað sparsl og sonna í æsingnum og þarf þá að juða og mála yfir allt aftur...

Ég mæli líka sterklega með því að vera ekkert endilega að spara með því að kaupa ódýra pensla...góðir penslar eru lykilatriði.

Já og gangi þér vel með eldhúsborðið;)

Áslaug Íris said...

En ótrúlega fínt og vel gert!
Þú átt fjólubláan og ég túrkísbláan.. svoleiðis er það bara og hefur alltaf verið ;)
Koss***
Áslaug

Augnablik said...

Satt og sannað!Þú gætir kunnað að meta kommóðuna í forstofunni...hún fékk túrkís yfirhalningu, pínu pastel túrkís en samt;)