Thursday, September 8, 2011
Rétt svo...
8 ára afmælisfögnuðinum var frestað svo oft að við rétt mörðum að hafa hann í réttum mánuði.
Kakan var gerð með glöðu geði eftir ósk afmælisbarnsins og ekki laust við að það myndaðist smá Miami þema sem ætti að vera í góðu lagi á meðan það er ekki CSI Miami.
Sonur sæll hefur þegar óskað eftir fjólubláum dreka með 3 höfuð fyrir sína veislu og ég tek þeirri áskorun... þangað til annað kemur í ljós.
Fleiri fuglakökur hér og hér*
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Svo svo fallegt alltsaman en fallegust er þó síðasta myndin. Bjútífúl eins og P.Ó. myndi orða það.
flott þetta suðræna þema! :)
H
Takk og já síðasta myndin er líka mín uppáhalds*
Góð stemming greinilega og fallegar myndir eins og ávallt.
**
Áslaug Íris
VAAÁ Fallegasta Flamingó kaka sem ég hef séð. Verð reyndar að viðurkenna að þetta er sennilega sú fyrsta sem ég hef séð, en allavega án nokkurs vafa sú fallegasta. Líka sennilega sú fallegasta sem ég sé í langan tíma.
Mikið afskaplega falleg myndin líka af dóttur þinni og..ömmu? sinni (ég giska bara á það, neðsta myndin). Mjög falleg..innileg:)
Þú ert svooo klár. Klár í að baka fínar kökur og klár í að taka fínar myndir. Gaman!
Takk elsku Áslaug og takk kærlega Ólöf*
Hún er svo heppin að eiga svona fína langömmu sem er ein sú allra magnaðasta í bransanum;)
Þú ert nú einum of, einum ooooof klár elsku Kolla mín!
Þetta er rugl flott. Ætla að stúdera fuglakökur því ég elska fugla :)
xxx
Selur
Þú ert nú einum oooof gott selskinn alltaf hreint!;)
***
Post a Comment