Monday, June 27, 2011

Sirkus, sjór og sleikjóar










Seitjándi júní.
Við reyndum að uppfylla helstu óskir þann daginn. Þræddum bæinn þveran og endilangan í leit að sleikjósnuddu sem voru allar uppseldar nema með lakkrís. Sumir gerðu sér priksnuddu að góðu en aðrir fengu ljósasleikjó í staðinn. Ljósasjóið endaði reyndar brotið á gólfinu en við bræddum sykur og klístruðum honum saman aftur. Sleikjóar eru aldrei eins æsispennandi og akkúrat þennan daginn.

5 comments:

Unknown said...

Myndirnar þínar fá mig til þess að hlakka til þess að flytja suður næsta haust:)

Augnablik said...

Takk Dóra Kristín*

ólöf said...

sirkús fyrir alla, konur og kalla;) þjóðhátíðardagurinn lítur út fyrir að hafa verið góður hjá ykkur. Falleg andlitsmálning og fallegar buxur/pils/klútur á hnénu á þér..með blómum..fallegt mynstur og litir;)

var að koma heim úr mánaðarferðalagi samt og var nú að vonast eftir fleiri póstum frá þér að renna í gegnum:P

Augnablik said...

Haha já flutningar og netleysi taka sinn toll en nú fer allt á fullt svíng;)

ólöf said...

haha frábært, gott að heyra:) (leitt að heyra með vandræði samt, en gott að heyra að nú fari hjólin að snúast)