Friday, June 3, 2011

Að sleppa takinu...
Á morgun hef ég ákveðið að selja u.þ.b. 40 kjóla og aðrar flíkur sem ég hef sankað að mér í genum tíðina.
Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei renna upp því hingað til hef ég aðeins sankað að mér og aldrei tímt að losa mig við því ég á það til að bindast fötum og dauðum hlutum fáránlega persónulegum böndum. Nú er semsagt komið að því að sleppa takinu og ég held ég sé tilbúin svei mér þá!
Kíkið endilega við á Eiðistorgi á morgun á milli 11 0g 17 og gerið góð kaup á flíkum í öllum stærðum og gerðum*
Svo má ekki gleyma Pop Up markaði Lakkalakk systra á sama stað.

6 comments:

The Bloomwoods said...

Ef maður væri staddur í höfuðborginni hefði maður kíkt við! Gangi þér vel :)
H

ólöf said...

ég segi eins og hin, hefði ég verið í bænum hefði ég kíkt..vonandi gekk vel og vonandi ertu ekki of sár eftir kveðjustund;) ég geri það sama samt..bindst tilfinningaböndum við furðulegustu hluti og tími aldrei að henda neinu..:P

Augnablik said...

Þið komið kannski bara næst ef ég endurtek leikinn;)
Þótt ótrúlegt megi virðast er ég furðu sátt við kveðjustundina...er ekki frá því að þetta hafi verið pínu hreinsandi athöfn.
Kannast við hendifælni en nú er ég að flytja og bara verð að losa mig við eitthvað svo ég þurfi ekki að kaupa auka íbúð undir draslið mitt;)

ólöf said...

haha..það væri nú ljóta ástandið..:P full íbúð af drasli og engu öðru.. kannski þó gaman að skoða og gersemar að finna..en full dýrt að reka hús einungis undir dót sem ekki komst fyrir heima:) mér lýst vel á andlega hreinsun...detox á draslið!

Fjóla said...

ó, ég vildi að ég hefði getað náð takinu á einhverjum af þessum gersemum þínum.
Vona samt að þetta hafi gengið alveg osslega vel hjá þér :)

Augnablik said...

Hehe jebb drasldetox en sko bara til að rýma fyrir nýju drasli..held ég hætti aldrei að vera draslari;)

Já Fjóla það gekk ofsa fínt og ég verð að endurtaka leikinn þegar þú verður nær mér*