Tuesday, May 3, 2011

DívaÁ föstudaginn síðasta fór ég á sýningu á verkum 1. árs nema í fatahönnun í kúrsinum Illustration.
Unnið var útfrá hugtakinu DÍVA og hver og einn nemandi hafði útbúið sína útgáfu af dívunni í innsetningarverki.
Já og þetta var tveggja vikna kúrs sem er með ólíkindum miðað við afraksturinn.
Kennari var Hildur Björk Yeoman.

6 comments:

Áslaug Íris said...

Ótrúlega inspirerandi og flott verk hjá nemendunum, enda með frábæran kennara ;)
Og fallegar myndir og myndvinnsla hjá þér að vanda Kolla mín*

Augnablik said...

Já þetta var alveg frábær sýning og magnað hvað þau náðu að gera mikið og fínt á stuttum tíma enda með frábæran kennara eins og þú segir;)
Takk elsku Áslaug mín***

ólöf said...

já þetta var flott sýning. Fyndið, myndirnar þínar poppuðu óvænt upp á facebook hjá mér og ég fletti í gegn án þess að vita að þetta væri þú og taggaði meira að segja örfáa vini. Spottaði sjálfa mig meira að segja í fjarska á einni mynd. Fyndið. Eða það finnst mér.

Mér finnst ótrúlegur árangurinn hjá þeim einmitt..á tveimur vikum! Það hefur aldeilis verið keyrsla. Fannst einmitt svo fyndið, var að tala við vink.mína sem var að sýna og hún talaði um pressuna og fingurna..og þá tók ég eftir að "allir" sem voru að sýna voru með skítugar hendur eftir málun á rými og annað ..mjög greinilega unnið fram á seinustu stundu, en ótrúlegt hversu mikið þau náðu að gera:)

Augnablik said...

Haha en skemmtilegt...þú ert sannkölluð huldukona;)
Já þetta hlýtur að hafa verið mikil keyrsla en skilur að sama skapi helling eftir sig.Galdrarnir gerast einhvernveginn alltaf á síðustu stundu*

Svart á hvítu said...

Æji ég gleymdi að kíkja! En miðað við myndirnar þínar þá var þetta augljóslega frábærlega vel heppnaður kúrs!:)

Augnablik said...

Já þetta var ótrúleg vel heppnað alltsaman!