Pakkapervertinn komst á stjá og gæti hugsanlega verið of náin einangrunarlímbandinu sínu eftir þessi jól...dúskarnir hafa í það minnsta fengið verðugan keppinaut. Meira jólapakk hér og hér.
Daginn eftir 1.afmælisdag gússa litla var blásið til bræðraafmælis. Í marga mánuði hafði herra Funheitur verið fullviss um hvernig afmælisköku hann dreymdi um. Það var þríhöfða fjólublár dreki sem spúði eldi...auðvitað! Ég varð fáránlega spennt og teiknaði upp mynd sem afmælisbarnið samþykkti. Á síðustu stundu fékk hann valkvíða og vildi hætta við kökuna og fá fjall í staðinn. Ég tók fjallinu fagnandi enda komin í blússandi tímaþröng með alltsaman. Ég útiloka þó ekki eldspúandi fjólubláa þríhöfðann í framtíðinni...
Allskonar dóti hrúgað á diska og bakka. Finnst eins og það hafi gerst áður. Jólatréð var teipað á vegginn með einangrunarlímbandi sem er eiginlega besti vinur minn...líka hér.