Monday, May 31, 2010
Matur er...mín megin
Á kosninga- júródaginn gerðum við okkur glaðan dag í bænum....en fyrst fengum við okkur bestu brauðsneið í manna minnum. Sumsé ristað brauð með smjöri, eggi steiktu báðum megin, tómatar (ég sleppti þeim), avocado, salt og pipar og rucola kál ofan á...jeminn hvað ég elska avocado!
Ég gerði svo mögnuð kaup á fatamörkuðum bæjarins og keypti mér 5 flíkur á markaði á Skólavörðustígnum, hver og ein á 5oo kr. og svo 2 kjóla hjá Elmu Lísu og co.
Þá var ég svo glöð að við fórum á Marens í Listasafni Íslands, og drukkum kaffi þar sem kókosbollur eru skreyttar rósum og borðaðar með skeið og allt er svo fallegt á að líta...getur það verið rangt að finnast fallegt svona skemmtilegt?
Sunday, May 30, 2010
Smjör og rjómi
Sunnudagssykur
Sunnudaginn síðasta ákváðum við að eiga einna nátta afslappelsi í sumarbústað tengdaforeldra.
Veðrið var himneskt og við grilluðum, gróðursettum, horfðum á Modern family og lékum okkur úti....já og ég bakaði bæði límónu-kókosköku og möffins með löðrandi súkkulaði og ég heklaði smá en ég get ekki sannað neitt af þessu, þannig að....
Saturday, May 22, 2010
Laxi
Ég hef aldrei litið á sjalfa mig sem bleika týpu, man ekki eftir að hafa fengið bleiku veikina sem barn og hún hefur ekki brotist út í klæðnaði dóttur minnar ennþá.Þegar hún fæddist reyndi ég að forðast pastel og vemmibleikan og valdi frekar sterkari liti og mynstur. Ætlaði nú aldeilis ekki að prinsessuvæða hana að óþörfu.
Í seinni tíð og reyndar í svolítinn tíma hefur mér þótt pastellituð föt og föt sem minna á nammi, girnilegur kostur.Það var samt ekki fyrr en nýlega sem það rann upp fyrir mér í hversu miklu magni...ég er laxableikur pastellúði eftir allt saman.
Uppáhaldsliturinn hennar Sölku er blár og hún vill vera töff en ekki fín...sjáum til*
Friday, May 21, 2010
Gleðilegt hár
Einn fallegan mánudag í maí fóru systur + 1 að láta gera fínt og sumarlegt í hárið sitt hjá stúlkum á Aveda stofunni 101 Hárhönnun. Meira um það hér.
Sáum líka blómstrandi tré og hjólastelpur.
Nú er bara að taka fram hárgreiðsluhausinn hennar Sölku og mastera féttur af öllu tagi.
Subscribe to:
Posts (Atom)