Saturday, November 28, 2009

Næstum því...

.
Við þurftum nauðsynlega að viðra okkur í dag.
Kíkja í búðarglugga,drekka kaffi,fara á bókasafn og rölta um þegar það var næstum of kalt til að taka myndir...næstum því.
Inni í Bónus flögraði skógarþröstur um meðan við versluðum í matinn.
Glaðningurinn í skónum til jólasveinanna hefur verið þar í nokkrar vikur.
Styttist óðum í að hann komist í réttar hendur*

Molar

.
.

Föstudagar eru heimsóknardagar.
Á sama stað og síðast, í sama fallega útsýnisgluggaveðrinu en einum dásemdarmola betur.
Þeim fer fjölgandi með hverjum mánuði sem líður...stefnir í met fjölgun.

*Ég er aðeins að prófa að hafa myndirnar stærri.

Wednesday, November 25, 2009

Borðleggjandi







Það er ekki seinna vænna að huga að borðhaldinu.
Hér fá blúndur,kristall,mismunandi postulíndiskar,gull,silfur,silkipappír,babúskur,plasttré og silkiborðar að dansa í bland við Malt og Appelsín.
Falleg auglýsing við ennþá fallegra lag

Tuesday, November 24, 2009

Í húminu?







Síðdegis í október fór ég ásamt dóttur út að hjóla í stillu en lúmskum kulda.
Hvað heitir það aftur sem er milli þess að vera dagur og kvöld, milli dagsljóss og myrkurs....húm?
Það hljómar nógu dramatískt.

Sunday, November 22, 2009

Sagan af Lilla




Add Image
Þetta er sagan af honum lilla sem var rosa óheppin að vera alltaf skilinn eftir grátandi einn heima af foreldrum sínum,nema tvisvar en það var um sumar og á sautjánda júní þegar hann var orðinn nógu stór og fékk líka sleikjó.Samin og myndskreytt á um það bil klukkustund án hlés.
Það væri eflaust hægt að lesa djúpt í hvað höfundur er að fara með þessari sögu en hún hlýjaði mér djúpt um hjartarætur. Það hefur þegar verið skrifuð önnur bók sem fjallar um fjölskylduna á ströndinni sem lék sér í sjónum og setti á sig sólarvörn en hún hefur ekki verið myndskreytt enn sem komið er.

Nýbökuð








Föstudagsbrúðkaup í Dómkirkjunni.
Ég tók ekki svo margar myndir en brúðhjónin voru fögur,ræðurnar skemmtilegar,maturinn ljúffengur og allt eins og best verður á kosið er góða veislu gjöra skal.