Saturday, October 31, 2009

Litlu snillingarnir
















Frá sýningu snillinganna*
Myndmennta og textílhluti síðar.

Wednesday, October 28, 2009

Sólskinsheimar







..Í Reykjavík.
Kaffiboð í Sólskinsheimum þar sem fleiri voru með barn í bumbunni heldur en ekki og endalaust af girnilegu augnakonfekti að dást að.
Herra heitur var svo klæddur upp sem ofurhetja af búningaglöðum frænkum sínum og systur þegar við komum heim.

Tuesday, October 27, 2009

Pönnukökur og pönnukökur









Spil sem mig langaði alltaf að eiga þegar ég var lítil,hundakeppni,gíraffi og tré, markaður,doppóttar sokkabuxur, pönnukökur í morgunmat og pönnukökukaffi hjá góðvinkonu beint á eftir,gott kaffi, spjall og föndurapar.

Saturday, October 24, 2009

Skrapp á æfingu







Á Grámyglulegum rigningardegi skrapp ég á smíðaæfingu ásamt fjelskyldu. Að setja saman bangsarúm (þurfti aukahendur) á eins flókin hátt og mér gat dottið í hug þann daginn.
Smellti nokkrum myndum af öðrum verkefnum í leiðinni.

Tuesday, October 20, 2009

Ár og öld



Þessi litla síða er 1 árs...og þriggja daga,ég gleymdi afmælinu.
Til hamingju,fáum okkur köku!***

Sunday, October 18, 2009

Róleguheitin



Helgin sem er að líða er áreiðanlega sú rólegasta í langan tíma.
Við þurftum ekki að vera nein staðar nema bara þar sem okkur sýndist.
Borðuðum heimagert sushi,vöktum lengi ,sváfum frameftir,fórum á kaffihús,löbbuðum í rigningu, skoðuðum í búðir, settum saman rúm á eins flókin hátt og hugsast getur, bökuðum pizzu,ég grét með ekkasogum yfir bíómynd,vöktum,sváfum,lékum,vorum lengi á náttfötunum,andlitsmáluðum,sáum heilan regnboga,fórum í kaffiboð og skreyttum köku.
Stundum er best að hafa það einmitt svoleiðis.