Monday, June 21, 2010

17. júní















17. júní var ljúfur og fagur.
Andlitsmálning, þjóðbúningar, rellur, blöðrur sem slóust ekki í andlitið á okkur, lúðrasveitir, langþráður snuddusleikjódraumur uppfylltur, skrúðganga og Götuleikhús sem heillaði apana svo upp úr skónum að þau urðu staðráðin í að verða svona þegar þau yrðu stór...Svarti Pétur og Jókerarnir. Við slepptum hoppukastalaröðum og sátum frekar í Hljómskálagarðinn með nesti og lékum, bókakaffihús, upplestur úr barnabók, tónleikar og ljónakisa.
Mjá svo gott*

Saturday, June 19, 2010

Kvennagleðidagur


Gleðilegan kvennréttindadag!
95 ár frá kosningarétti, ég fer í partý og það er alltaf pláss fyrir einn í viðbót*
Stuðið nær hámarki í byrjun des og mig langar svolítið að mynda vikulega þróun (sjáum hvort ég gugna) þessar eru teknar fyrir tveimur vikum***

Wednesday, June 16, 2010

Lýðveldisrellur*








Lýðveldið Ísland á afmæli á morgun og ég klippti, límdi og negldi rellur í tilefni af því.
Leiðbeiningar hér

Monday, June 14, 2010

Ofurmús










Herra ofurmús Eliasen hélt upp á 4 ára afmælið sitt á sunnudaginn.
Fyrirmyndarafmæli í alla staði....kökur,krullurör,kirsuber og allskyns ljúfmeti fyrir stóra og smáa. Líka vatnsbyssur og blöðrur, aparóla og fjörkálfar út um allt.
Mig langar aftur.