Fimmdudag einn í júni þegar veðrið var svo ljúft áttum við leið í Grasagarðinn. Þar var svo friðsælt, rólegt og hlýtt. Dæmi um vel heppnað svæði í Reykjavík...dásemdarstaður.
Dag einn í júní fór ég í heimsókn til Dr. T að spjalla,borða kökur, drekka gott kaffi og umfram allt dást að molum sem fæddust allir á einu bretti. Hvernig er hægt að vera svona ótrúlega fyndinn og sætur með frábært hár án þess að vita neitt um það?...eða kannski vita þau einmitt allt um það* Ég dáðist líka að öllu hinu fíneríinu sem umkringir doktorinn daglega og ef eitthvað af símum eða myndavélum hverfur sporlaust, þá veit ég ekkert um það.
Sumarbústaðarsæla síðustu helgi. Allt morandi í krökkum sem léku sér villt og galið úti allan daginn langt fram á kvöld og því ekkert betra fyrir okkur hin að gera en að borða súkkulaði og rjómakökur, ávaxtamarens, rabbabarapæ og aðeins meiri rjóma. Ég tók líka mynd af kaffinu af því það var svo skelkað á svipin. Lóuungarnir settu svo punktinn yfir i-ið, við gáfum þeim ormahlaðborð á rabbabarablaði og vonum innilega að mamma þeirra hafi fundið þá aftur.