Miðjubarnið sá um að gleymast ekki þennann öskudaginn. Á meðan systkini hans voru með lágstemmdari óskir um pönkara og indjána lét hann sig dreyma um að vera maður sem hélt á hausnum á sér. Verandi sökker fyrir draumum og búningaveseni, lét ég til leiðast á síðustu stundu og sá ekki eftir því.
Það var mjög hamingjusamur hauslaus maður sem vaggaði um þann daginn ásamt sterkasta manni í heimi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þetta er alveg frábær búningur! Vel gert :)
Vá vá vá vá Geggjaður búningur!!! Ég væri agalega mikið til í að sjá aðeins hvernig þú framkvæmdir þetta... hvernig grindin inní er . Bravó fyrir þér
Takk*
Ég setti skólatöskuna hans á bakið á honum og fyllti með dagblöðum, kom svo kornflexkassa fyrir ofan á þannig að hann stæði vel upp úr töskunni, stórum bréfpoka fylltum með fleiri dagblöðum komið fyrir yfir kassan. Allt saman teipað vel og vandlega og svo klætt í föt Eitthvað á þessa leið, veit ekki hvort þetta skiljist...skil þetta varla sjálf;)
Post a Comment