Thursday, January 9, 2014

Jólasteik

Ég var búin að ákveða að vera ekkert að detta í neinn vitleysisgang um jólin hvorki innpökkunarlega né gjafalega séð...nema kannski fyrir mjög svo fáa útvalda. Sauma tvo púða og velja fáeinar myndir í stóran ramma. Ekkert mál og tekur enga stund, svo stutta stund að ég byrja bara á Þorláksmessukveldi og fer að sofa kl. 6 á aðfangadagsmorgun.
Á aðfangadag fannst mér svo alveg ómissandi að brenna greni og gekk æðislega hátíðleg og að mér fannst yfirveguð með logandi grenigrein afturábak um íbúðina til þess eins að stíga ofan á stóra rammann og mölbrjóta glerið. Stóra rammann sem lá á gólfinu innpakkaður í þykkt teppi af því að hann var svo ægilega brothættur. Stóra rammann sem ég var búin að stíga að minnsta kosti þrisvar á án þess að brjóta og án þess að færa. Ég fór að grenja, jólabarnið sem ég ekki er.

2 comments:

Ása Ottesen said...

Ótrúlega flottir púðarnir...og fyndið atriðið með rammann! Mjög fyndið.

Augnablik said...

Takk,já og eins gott að ég get hlegið að eigin fáránleika...annars væri ég örugglega búin að segja sjálfri mér upp;)