Tuesday, January 21, 2014

Listalyst


Á laugardaginn sá ég þessa fínu veggjajurt og tré á göngu minni.
Hitti nýjasta gull vin minn sem er fínni en orð fá líst.
Sá eitt bleikt ský.
Fór á sýningu með alla fjölskylduna sem var bæði góð og slæm hugmynd. Góð af því að frænka mín var meðal sýnenda en slæm af því að ég var alltaf að týna börnunum í mannmergðinni og vera hrædd um að minnsti stigi ofan á eitthvað sem ekki mátti. Hann hagaði sér hins vegar eins og herramaður þegar hann gekk á milli verka og spurði: "Er þetta listaverk"? Ég: "Já þetta er listaverk" Hann:"Hvað heitir þetta listaverk"? Og svona gekk það þangað til hann benti á frístandandi ofn á gólfinu..."Er þetta listaverk"? Þetta er ofn sagði ég hikandi í hálfum hljóðum, þar sem ég var ekki alveg viss.
Við hefðum þurft að fara á listamannaspjall á sunnudaginn og fá úr þessu skorið.

No comments: