Thursday, April 11, 2013

Salí

Páskarnir eru salíslök týpa. Þá er nauðsynlegt að kíkja í sumarbústað og hitta fullt af skyldmennum elskhuga míns af öllum stærðum og gerðum og spila, leika, lesa og slaaaka.
Á Páskadag er ómissandi að skella sér í páskaeggjaratleik sem verður metnaðarfyllri með hverju árinu sem líður. Nú voru vísbendingarnar m.a. faldar ofan í klósettinu, krakkarnir svöruðu gátum, leystu misflóknar vísbendingar,sungu lag fyrir langömmu sína, púsluðu saman korti og dönsuðu hókí pókí til að vinna sér inn súkkulaði.