Friday, February 22, 2013

Tilbúningur

 Ég er búningalega til í allt á öskudaginn. Krakkarnir voru samt með mjög raunhæfar óskir sem auðvelt var að verða við. Mary Poppins var til í fataskápnum og meira að segja annað sett á bestu vinkonu...heppilegt að vera blússu og pilsakona. Hettuskikkja, andlitsmálning og teipuð gjafapappírsrúlla dugði fyrir Darth Maul.
Grímur átti enga ósk um búning og fékkst ekki til að máta neitt sem var til. Hann dýrkar kúluhattinn á heimilinu og skartar honum reglulega við hin ýmsu tækifæri. Hann var því sjálfskipaður Chaplin en hafði ekki hugmynd það.
Hverfið hennar ömmu á svo vinninginn í árlegu síðdegisnammigöngunni.Súper.

4 comments:

Jóhanna Svala said...

Þvílík gríðarleg snilld!

Unknown said...

allamalla hvað þau eru krúttleg :)

Unknown said...

allamalla hvað þau eru krúttleg :)

Augnablik said...

Þetta voru himinsæl krútt í sjúllandi stuði;)