Thursday, February 28, 2013
Geymt en ekki gleymt
Í sumar var ég svo heppin að fá að kíkja í heimsókn til áhugaverðrar konu sem sérhæfir sig meðal annars í þjóðbúningasaumi auk þess sem allt annað leikur í höndunum á henni. Þetta er saumastofan en ég fékk líka að kíkja inn á fallega heimilið hennar sem er á hæðinni fyrir ofan. Á svona stöðum gæti ég gleymt mér svo dögum skipti.
Friday, February 22, 2013
Tilbúningur
Ég er búningalega til í allt á öskudaginn. Krakkarnir voru samt með mjög raunhæfar óskir sem auðvelt var að verða við. Mary Poppins var til í fataskápnum og meira að segja annað sett á bestu vinkonu...heppilegt að vera blússu og pilsakona. Hettuskikkja, andlitsmálning og teipuð gjafapappírsrúlla dugði fyrir Darth Maul.
Grímur átti enga ósk um búning og fékkst ekki til að máta neitt sem var til. Hann dýrkar kúluhattinn á heimilinu og skartar honum reglulega við hin ýmsu tækifæri. Hann var því sjálfskipaður Chaplin en hafði ekki hugmynd það.
Hverfið hennar ömmu á svo vinninginn í árlegu síðdegisnammigöngunni.Súper.
Grímur átti enga ósk um búning og fékkst ekki til að máta neitt sem var til. Hann dýrkar kúluhattinn á heimilinu og skartar honum reglulega við hin ýmsu tækifæri. Hann var því sjálfskipaður Chaplin en hafði ekki hugmynd það.
Hverfið hennar ömmu á svo vinninginn í árlegu síðdegisnammigöngunni.Súper.
Monday, February 18, 2013
Sei,sei já
Ég átti afar rólega helgi, öfugt við mjög marga á internetinu. Kunni mjög vel við það og gæti mögulega verið miðaldra á svo marga vegu. Nei djók, ég er sko miklu eldri en miðaldra.
Monday, February 11, 2013
Bollandi
Bollurnar okkar voru kannski ekki mjög fallegar.Sumar aðeins of mikið bakaðar aðrar aðeins of lítið og kannski missti ég einu sinni sjóðandi heita bökunarplötuna og tjúllaðist smá. Því var öllu bjargað með allskonar fyllingu og kökuskrauti sem sló ryki í augu hamingjusamra bollukjammsara.
Vorum líka heppin að vera boðið í vel heppnaðar bollur á sunnudeginum.
Myndina fögru málaði tengdafaðir eftir þessari mynd.
Vorum líka heppin að vera boðið í vel heppnaðar bollur á sunnudeginum.
Myndina fögru málaði tengdafaðir eftir þessari mynd.
Sunday, February 10, 2013
Thursday, February 7, 2013
Til eru fræ..
Ég hrærði saman allskyns höfrum og fræjum svo úr varð þessi fína klessa .
Sama og hér nema nú bætti ég líka súkkulaði út í.Kjamms.
Sama og hér nema nú bætti ég líka súkkulaði út í.Kjamms.
Tuesday, February 5, 2013
Blessað barnið
Ég vona að hún komist heil út úr þessu. Hún fékk 2 gullpeninga að launum.
Sunday, February 3, 2013
Subscribe to:
Posts (Atom)