Friday, August 31, 2012

Eftir allskonar

Eftir miðnætti, eftir matarboð hjá yndisfólki í ágústbyrjun fannst okkur tilvalið að fara út á Gróttu og dást að tunglinu, sólinni og útlínunum af öllu mögulegu.

Wednesday, August 29, 2012

Veislukúrinn

Meira úr garðveislunni metnaðarfullu.
Ég á ekki til orð hvað þetta var allt fínt og myndirnar sýna það eiginlega ekki nægilega vel.
Grímur fann uppsprettu súkkulaðisins, passaði sig að vera ávallt nærri henni og hélt sig við veislukúrinn sem inniheldur eingöngu djús og súkkulaði.
Ég veit í það minnsta hvert ég leita af skreytingainnblæstri næst þegar ég held veislu.

Allskonar frábært

Á laugardaginn fór ég ásamt fjölskyldu í eitt fegursta garðpartý sem ég hef séð og komið í...já ég er alltaf í garðpartýum.
Ég held að fegurðarskyn mitt hafi oförvast um stundarsakir, já og það var sundlaug!
Á leiðinni heim tók ég mynd af sólarlaginu á meðan ég keyrði og ástmaður stýrði. Alveg til fyrirmyndar.

Sunday, August 26, 2012

Heima

Útsaumsmyndirnar hafa loksins fundið sér staði, api sem hefur nýverið tekið upp á því að stilla sér upp eins og selur þegar hann sér myndavél og stofufossinn.
Ég finn ekki myndina af uppþvottavélateipinu*

Friday, August 24, 2012

Veggirnir, teipið og skrautið



Í júlí teipaði ég hjörtu á vegginn, týndi lúsug blóm sem ég ætlaði að setja í hárið en hætti við, klippti skraut, bakaði bleika og hressa marengstoppa, festi skraut á snúru, secretaði ýkt gott veður fyrir tiltekinn dag, festi platta á vegg og teipaði foss í stofuna...ekkert endilega í þessari röð.

Tuesday, August 21, 2012

Fimmuna!




Fór Fimmvörðuhálsinn í lok júní með rauðan varalit og blóm í hárinu. Það var ótrúlega frábært á allan hátt.
Fékk engar harðsperrur sem er mjög sérstakt miðað við vibbann eftir einu æfingaferðina mína.
Ég teygði reyndar á með jógakennara...það gæti hafa hjálpað.

Saturday, August 18, 2012

Rjómi

Óvenju rjómó þvottur í júlí.
Ókei, ég veit að lífið er ekkert bara blúndur og sólarlag en samt...smá rjómi.