Wednesday, February 29, 2012

Samtíningur


Það voru samt alveg búningar á Öskudaginn þó að þeir hafi ekki verið gerðir á æðislega rómantískan máta í næturgistingu.
Ég þurfti að gefa upp drauminn minn um að sauma ET búning að þessu sinni en Indíánahöfðinginn var alls ekkert leiður og tók sig vel út í mussu af langömmu sinni og með fjaðrir sem elsti bróðir minn átti.
Páfuglinn varð nær því að vera einhversskonar furðufugl en við kölluðum hann skrautfugl og hann var mjög svo glaður fugl.
Grímur var prinsessa sem sigraði drekann og honum fannst það fínt enda drekinn í miklu uppáhaldi.
Í ömmuhúsi hittum við svo Geishu, græna norn og jólasvein sem voru öll glöð og frábær eins og venjulega.
Þannig var nú það nú.

6 comments:

Ása Ottesen said...

Vá, mjög flottir búningar og alls ekkert slor þrátt fyrir næturgesti

xx

harpa rut - said...

Respect Kolfinna og fjölskylda. Þið eruð frábærir snillingar.

Augnablik said...

Haha takk,já sko gestirnir voru samt boðaðir í næturgistingu m.a. til þess að búa til búninga en ég var bara í röglinu;)

Kærar þakkir Harpa mín grannkona,það eru þið líka*

Lára said...

Rögl or not... held að allir krakkar gætu hugsað sér að vera heima hjá þér og finna upp búning... bara getur ekki klikkað..

Augnablik said...

;*Fallega sagt vinur*

Anonymous said...

Flottir búningar :) en mikið ofsalega er hún Salka lík þér á þessum myndum :)

Kv. Margrét