Sunday, December 18, 2011
Húrra x 1 og 5!
Daginn eftir 1.afmælisdag gússa litla var blásið til bræðraafmælis.
Í marga mánuði hafði herra Funheitur verið fullviss um hvernig afmælisköku hann dreymdi um. Það var þríhöfða fjólublár dreki sem spúði eldi...auðvitað! Ég varð fáránlega spennt og teiknaði upp mynd sem afmælisbarnið samþykkti. Á síðustu stundu fékk hann valkvíða og vildi hætta við kökuna og fá fjall í staðinn. Ég tók fjallinu fagnandi enda komin í blússandi tímaþröng með alltsaman.
Ég útiloka þó ekki eldspúandi fjólubláa þríhöfðann í framtíðinni...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Kolla, þú klikkar ekki frekar en himininn er blár og grasið er grænt, snilldin ein og æðisleg fjalla og loftbelgskaka :) Til lukku með bræðurna íðilfögru
xxx
Selskinn
Nei hættu nú alveg Kolla mín, þú ert alveg mögnuð. Vá hvað þetta er sjúllandi frábært.
Til hamingju með rófurnar.
Ást í poka frá Hófí
Þið eruð bara svo miklir snillingar í afmælishaldi. Mér finnst þið ættuð að eiga afmæli oft á ári.
Kærar þakkir gullin mín góðu*
Við reynum náttúrulega að halda eins mörg afmæli og við mögulega getum! Smá feill samt að halda eitt fyrir tvo;)
Til hamingju með báða strákana þína yndislegu. Já og þú klikkar auðvitað ekki, falleg og skemmtileg kaka - smarties er náttúrulega bara svo yndislegt til skreytinga!
jólaknús
Bryndís
Takk kæra Bryndís.
Þeir virka pínu sorgmæddir á myndunum ræfilstuskurnar en það er engan veginn sannleikanum samkvæmt;)
Ég styð nammikökur alla leið!
Kossar yfir hafið og heim...til þínxxx
æðisleg kaka!
Takk;)
Post a Comment