Wednesday, November 9, 2011
Ókei þá....
Bekkjarafmæli dóttur sló fyrra met var haldið 3 mánuðum síðar af ýmsum góðum og gildum ástæðum. Takmarkið var að ná því fyrir afmæli bróðurs og við rétt mörðum það... 2 dögum fyrr.
Kastalakakan var pöntuð í þriðja og síðasta sinn að sögn afmælisbarnsins því að nýjar bekkjarsystur máttu til með að sjá hana líka. Það var alveg ný upplifun að halda afmæli sumarbarns í skammdeginu en notarlegt engu að síður.
Fögnuðurinn var mun æstari en myndirnar bera vott um og innihélt meðal annars allskonar hressa leiki, uppistand í boði bekkjarsystra inni í stofu og úti á svölum og ekki eins kærkomið uppistand bróðurs alls staðar.
Afmæli ,viltu byrja með mér?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Vááá! (:
Fallegt! :-)
Fallegt! :-)
Hlakka til að sjá næsta meistaraverk. Engin pressa!:)
Takk og næsta afmælisbarn er að hanna afmælisköku í huganum og ég er æsispennt!
Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr heilanum á honum núna. Í því samhengi minnist ég köngulóarhybrid hvað sem það var búningnum.
Hann er vandfundinn meira skapandi 5 ára drengurinn. (Þetta var fullorðinssetning í mínu boði).
Harpsí
Já hann er með æsispennandi heila drengurinn sá og ég fíla fullorðinssetningaHörpu;)
Afmælissnillingur !! Það kemst sko enginn með tærnar það sem þú hefur plantað afmælishælum þínum kæra Kolla :) Dásamlega fallegt afmæli eins og ávallt.
Sé fyrir mér einhverja svakalega strákalega afmæliskökuósk fyrir 6. nóvember prinsinn :)
Og er án gríns strax orðin spennt yfir köku frumburðarins á næsta ári því kastalinn hefur verið felldur í hinsta sinn :)
Kiss kiss*
Haha takk Fjóla mín,þú segir alltaf svo fallegt*
Ég er alltaf vandræðalega spennt fyrir þessum afmælisuppákomum og hlakka til að spreyta mig á næstu kökuþraut. Það styttist líka í hana aftur enda 3 mánuðir frá raunverulegum afmælisdegi..sneðugt;)
Post a Comment