Tók myndir fyrir netverslun Lakkalakksystra. Rjúkandi ný sending komin í hús og ótrúlega margt girnilegt í boði bæði vintage molar og nýtt. Lítið á úrvalið hér.
Módel: Liv Elísabet Förðun: Erna Hrund með Maybelline og Loréal Stílisering: Ása og Jóna Ottesen Föt: Lakkalakk.com Myndir: Ég
Ég fór ekki í útilegu í sumar en lá í lynginu í september og andaði og innbyrgði allt það besta. Fyrsta helgi septembermánaðar fór í berjatínslu báða dagana. Fyrri með börnum og seinni án, báðir með nesti og heitt kakó á brúsa, báðir með besta berjatínsluveðri sem hugsast getur. Ég fyllist sjúklegum metnaði við berjatínslu og uppáhaldið mitt er þegar það hættir að sjást í botninn á ílátinu og næst á eftir þegar það fyllist.