Tuesday, April 26, 2011

Hattífattar





Húllumhæ á Sumardaginn fyrsta.
Sonur sæll fann eitthvað sem minnti á fallega hatta í íþróttahúsinu og sprangaði stoltur um með 3 á höfðinu. Ég veit ekki betur, íþróttamaðurinn sem ég er. Ég dáðist að því hve fljótt hann náði að sannfæra viðstaddar leikskólavinkonur um ágæti þessara "hatta". Hetjan mín.

2 comments:

begga said...

haha, minn gerði það sama, setti keiluna beint á kollinn á sér.
Mér fannst ég einmitt hafa séð þig þarna :)

Augnablik said...

Þetta er auðvitað augljósasti notkunarmöguleikinn* Júbb ég sá þig álengdar en þorði ekki að vinda mér að þér...er að æfa mig í svoleiðislöguðu;)