Friday, April 22, 2011

Gleðjist gumar...Gleðilegt sumar!
Kærar þakkir fyrir þetta hressilega veður í dag. Án þess hefði ég ekki orðið eins og hundur á sundi í illa lyktandi pels, þurft að hlaupa á eftir skrúðgöngunni sem fór á undan af því að mér var svo kalt og ákvað að það væri góð hugmynd að næla sér í kaffi og kakó en kona góð fór fram fyrir mig og fékk sér 4 bolla í kaffi sjálfsalanum og ég hefði ekki unnið upp svona sérdeilis góða matarlyst fyrir nýbakaðar pönnukökur og kakó með rjóma þegar við fukum heim úr húllumhæinu. Hvern langar svo sem í límonaði? Ekki mig!
Yngsta barnið ræður engu og er óspart notað í upplífgandi glens, t.d. fyrir þá sem tapa (fá silfur) í leiknum "bannað að koma við gólf á meðan þú borðar matinn þinn"

Hér og hér er páskafínt frá því í fyrra*

5 comments:

Viktoría said...

Jesús minn, sjá þennan sæta blómálf! Það getur verið erfitt að vera yngstur en hann fer að bíta frá sér fyrr en varir ;)

Ása Ottesen said...

Hann er svo sætur þessi. Langar að knúsa hann fast og lengi þegar ég sé þessar myndir.

xx

Augnablik said...

Haha já hann á örugglega eftir að bíta fast og hann langar líka að knúsa Ásu sína fast,leyfi ég mér að fullyrða;)
***

Sigurlaug Elín said...

Mikið áttu sæta drengi :) Litlabarnið er ómótstæðilega knúsulegt með þessi eyru, jiminn. Gleðilegt sumar!

Augnablik said...

Litlu gússarnir bræða mig í smjer á hverjum degi og litla barnið er knúsað í döðlu allan liðlangan daginn;)
Gleðilegt sumar*