Friday, April 29, 2011

Diva de la Rosa



Meira úr myndatöku með Rósu.
Úti á svölum í síðustu sólargeislunum dagsins..mmm sól og á marókósku rúmteppi... mmm litir.

Make up: Kristín með No name
Kjóll: KronKron
Hálsskraut: Hildur Yeoman
Myndir: Ég

Wednesday, April 27, 2011

8 og 8








Páskalegur sumarbústaður með 8 fullorðnum og 8 börnum.
Spil,hangs,matur,drykkir, hárgreiðslur, súkkulaði, rjómi, kaffi, færeyskt eggjarúll, ratleikur, nammi, meiri matur og aðeins meira kaffi=mjög gott.

Tuesday, April 26, 2011

Hattífattar





Húllumhæ á Sumardaginn fyrsta.
Sonur sæll fann eitthvað sem minnti á fallega hatta í íþróttahúsinu og sprangaði stoltur um með 3 á höfðinu. Ég veit ekki betur, íþróttamaðurinn sem ég er. Ég dáðist að því hve fljótt hann náði að sannfæra viðstaddar leikskólavinkonur um ágæti þessara "hatta". Hetjan mín.

Friday, April 22, 2011

Gleðjist gumar...



Gleðilegt sumar!
Kærar þakkir fyrir þetta hressilega veður í dag. Án þess hefði ég ekki orðið eins og hundur á sundi í illa lyktandi pels, þurft að hlaupa á eftir skrúðgöngunni sem fór á undan af því að mér var svo kalt og ákvað að það væri góð hugmynd að næla sér í kaffi og kakó en kona góð fór fram fyrir mig og fékk sér 4 bolla í kaffi sjálfsalanum og ég hefði ekki unnið upp svona sérdeilis góða matarlyst fyrir nýbakaðar pönnukökur og kakó með rjóma þegar við fukum heim úr húllumhæinu. Hvern langar svo sem í límonaði? Ekki mig!
Yngsta barnið ræður engu og er óspart notað í upplífgandi glens, t.d. fyrir þá sem tapa (fá silfur) í leiknum "bannað að koma við gólf á meðan þú borðar matinn þinn"

Hér og hér er páskafínt frá því í fyrra*

Monday, April 18, 2011

Rósótt...annar hluti














Meira fínerí úr Rósulandi.

Saturday, April 16, 2011

De la Rosa fyrsti hluti...











Smá fótósjút með Rósu í Feldberg en hún býr í svo fáránlega girnilegu umhverfi að ég mátti til með að smella aðeins á bak við tjöldin...meira síðar.