Wednesday, November 24, 2010

Nr. 38...sirkusdýr




Vika 38 er runnin upp og rúmlega það.
Nú finnst mér að Trölli megi fara að láta sjá sig...það hljóta að vera takmörk fyrir því hversu langt bumba getur náð?

20 comments:

Anonymous said...

Vá hvað kúlan er flott... eiginlega eins og þú hafir sett stóran körfubolta innan á þig :) og þú lítur stórkostlega vel út. Nú fer trölli litli að láta sjá sig... bókað mál!

Kv. Margrét

Kristrún Helga(Dúdda) said...

Mikið lítur þú vel út. Má maður ekki annars segja svona án þess að þekkja manneskjuna neitt .. ? :-)

En annars þá finnst mér æðislegt að kíkja á þessa yndislegu síðu. Myndirnar eru alltaf svo fallegar.

Augnablik said...

Hehe já mjööög stóran körfubolta!

Já þú meinar það Kristrún,jú,jú segjum bara að það sé í góðu lagi;)
En takk annars báðar tvær fyrir fögur og yljandi orð***

ólöf said...

váááá hvað kúlan er orðin stór og flott, sæt undan sirkúspeysunni (sem er mjög sæt líka)..spennandi að sjá hver kemur út úr þessari fallegu bumbu:)

ólöf said...

Hahaha..ég ætla rétt að vona að það sé í lagi að hæla ókunnugum. Annars er ég orðin vægast sagt óviðeigandi í kommentum hér á bæ:P

Augnablik said...

Takk ,já spennan er nánast að verða óbærileg og nei,nei þetta er allt innan velsæmismarka ;)

Anonymous said...

snilldin ein! Og svo falleg birta á myndinni, hlakka ó svo mikið til að hitta litla/stóra manninn :)
...og mikið sammála, það væri hægt að photoshoppa bumbuna út þú lítur svo svakalega út fyrir að vera bara ekkert ólétt án hennar :)
flottust!

**
Selmundur

Anonymous said...

Myndirnar þínar eru allar með svo sætum rómantískum blæ, litirnir og það allt :) er það myndavélin bara eða er það eitthvað sem þú gerir bara í photoshop ? ef svo er , hvernig ? :) :) :)

Harpa Rut Hilmarsdóttir said...

Fagra fljóð. Ég held það komi svarthærður lítill en samt svolítið stór ungi út úr þessari bumbu. Þetta er svo spennandi að orðið aðventa fær algerlega nýja merkingu.

Augnablik said...

Þið eruð aldeilis notalegar og góðar í að segja fallegt*

Ég laga oftast litina í myndunum eftir á..dempa þá eða ýki og þar fram eftir götunum. Það er t.d. hægt að gera í photoshop, gimp og líka windows-fix ;)

Já Harpa við erum einmitt að vente á dönsku*
xxx

Ása Ottesen said...

Jii hvað þetta þú ert sæt með körfubolta í maganum. hlakka óskaplega mikið til að hitta hann Trölla**

Anonymous said...

En ótrúlega fallegt sirkusdýr, hlakka mikið til að sjá litla trölla sem verður kannski síðan ekkert trölli, hver veit. Ábba

Augnablik said...

Takk góðu mínar já ég skelli mér kannski bara í þetta um helgina ef ég verð í stuði* Ég er nefninlega svo ofurspennt að hitta mjúka tröllið mitt;)

Fjóla said...

ji minn hvað þú ert mikið mikið sæt og fín elsku elsku Kolla*
Ótrúlegt að sjá þig með þetta fullkomna bú Trölla litla/stóra hehe, ekkert nema falleg kúla og svo bara fín, pen og töff alls staðar annars staðar :)
Gangi þér og ykkur öllum vel á lokasprettinum, fylgist spennt með!
xoxo

Augnablik said...

Takk elsku Fjóla mín góð fyrir svona falleg orð***

Berglind said...

Ég segji það sama og Ólöf, ég vona að það sé í lagi hæla ókunnugum því mér þykir þú ákaflega falleg með kúluna þína :)

The AstroCat said...

Ótrúlega sæt bumba og sæt peysa :)

Augnablik said...

Takk fyrir og jú það má...segjum það;)*

Anonymous said...

SJá þig æðisfallega Sirkuskona, lítur ótrúlega vel út með dásamlega vellöguðu kúluna þína.
Það er einmitt eins og þú sért með einn vænan körfubolta inná þér svona uppá grínið ;)
Stokkhólmaaraknússs og spennan magnast...

Harpi

Augnablik said...

Hehe já maður er alltaf að grína og glensa..þetta verður "lítill" körfuboltakall;)
Hlakka til að kjammsa á piparkökum og jólaöli með þér í des***