Tuesday, November 9, 2010

Eldkrummaglimmerglans













Afmælisveisla eldfuglsins var haldin daginn eftir afmælið sjálft.
Við vorum búin að fara yfir allskyns hugmyndir af kökum en hann endaði með valkvíða og bað um að hún yrði óvænt. Ég fékk þá flugu í höfuðið að gera hrafnaköku og lét það eftir mér þó svo að ég væri pínu hrædd um að valda afmælisdrengnum vonbrigðum. Kakan var sumsé í hrafnslíki í stíl við afmælisbarnið og kertin voru í stíl við hitt nafnið...já,já*
Afmælisdrengurinn sætti sig fullkomlega við útfærsluna og þá sérstaklega þegar við bættum öllu blinginu við sem krummi hafði nappað. Mér virðist ómögulegt að vera minimalísk í skreytingum og langar það svo sem ekkert.
Ég er líka allt annað en minimalísk í dag ,með gips á hendi og glóðurauga eftir annars frábæran afmælisfögnuð. Stigar geta verið hættulegir með súpu í annari og glas í hinni... jafnvel hættulegri en risa sveðjan sem kakan var skorin með*

15 comments:

Anonymous said...

Þú ert afmælis og köku snillingur!! Stórkostlegt allt saman! Hver yrði ekki ánægður með svona flottheit?
Vonandi losnaru við gifsið sem fyrst.. en hey þú getur þó allavega dundað þér við að skreyta það ;)
kossar**
Áslaug Íris

Augnablik said...

Takk elsku Áslaug*
Já gifsið var eiginlega gamall draumur og ég sá fyrir mér mikla möguleika í skreytingum en svo er bara glatað teygjubindi yfir öllu saman...alveg eins þegar ég var 8 ára hehe
xxx

ólöf said...

það þarf greinilega að fara að ráða þig til að halda afmælisveislur víða um bæ haha:) virðist vera yndisleg veisla. Vonandi er hendin í lagi, mig langaði alltaf í gips þegar ég var lítil, fá undirskriftir á gipsið og svona..reyndar langaði mig í það á fótinn, til að fá hækjur líka, það var sko mega sport. Reyndi meira að segja að kasta mér úr klifurgrind, haha..en beinin voru sterk og stóðu það af sér:)

Ása Ottesen said...

Vááá hvað þetta er falleg og girnileg kaka...Pant láta þig baka fyrir næsta afmæli mitt**haha

Knús á bágtið og til hamingju aftur með Funa sæta.

Augnablik said...

Takk Ólöf og já það þótti alltaf frekar töff að vera með gifs en mér finnst ég frekar langt frá því akkúrat núna ;)

Takk lover*Mér þætti nú ekki leiðinlegt að baka eins og eina köku fyrir hann Ása minn.
xxx

Anonymous said...

Fögur er kakan að venju :) þú stendur þig ávallt sem hetja í skreytingum :) Til lukku með Funann þinn... hann er svo mikill snúður. Nú þurfum við fjölskyldan að hitta hann og ykkur hin með smá gjafir :) hvernig væri svo að skella inn myndum af sjálfri þér?

Kv. Margrét

Augnablik said...

Takk Margrét,gaman að vera hetjuskreytir:)Hvernig væri að stefna að næstu helgi í hittings?
Heh veit ekki hvort mynd af mér myndi sóma sér hér eins og ég er* Gæti samt litið á það sem heimild... bannað að hætta er hæst stendur og allt það;)

Unknown said...

Ohh barnaafmæli eru æðisleg og þetta hefur greinilega ekki verið undantekning!

Takk fyrir fallegt komment á síðunni minni:)

Augnablik said...

Haha já það besta er að það er varla hægt að fara yfir strikið í barnaafmælum...more is more sem ég kann einstaklega vel við;)

Dr. dr said...

oooohh ef þú værir ekki í gifsi þá myndi ég fá þig til að baka fyrir mig krumma köku fyrir afmælið á laugardaginn ;) geggjuð kaka
koss á báttið

Anonymous said...

Vá þessi Krummakaka er æðisleg Kolla :) þú ert snillingur ...og allt gullið og góssið undir gerir alveg punktinn yfir i-ð ;)

hlakka til að sjá þig fljótt og vel ljúfa litla
***
Selskinn

Augnablik said...

Ó vá dr.T hvað ég hefði gert það með glöðu geði!Ég lofa að vera orðin góð fyrir 2 ára glensið;)

Takk Seli minn og já við misstum okkur alveg í góssinu enda ekki krummastíll að halda aftur af sér;)
**********************************

Fjóla said...

Ekki við öðru að búast en ævintýralegu afmæli að þinni hálfu afmælissnilli með meiru :) Geggjuð krummakaka og glingrið auðvitað punkturinn yfir i-ið ;)
Til hamingju með krummalinginn þinn og batakveðjur og koss á báttið***

Anonymous said...

Krummakakan er geggjuð og þó var ég komin með rosalegar væntingar í hugann eftir að hafa heyrt talað um hana :) Ertu ekki laus í að halda þriggja ára afmæli í janúar ha hm? Vona að þú sért öll að hressast, ég hef ekki komist úr húsi til að heimsækja þig, enda bíllaus í kuldanum. En vonandi sem fyrst!
Knúzzzz
Fríða blíða

Augnablik said...

Hjartans þakkir góðu mínar*
Og jú ég er að hressast og komst að því í dag að ég get keyrt með vinklinum sem er mjög gott og jafnvel ávísun á unaðskaffistund;)
xxx