






Vika 39...akkúrat aldrei þessu vant*
Takið ekki mark á mæðumyndasvipnum, hann endurspeglar á engan hátt tilfinningar mínar.
Fyrsti í aðventu í gær og kannski síðasta bumbumyndin. Mér fannst því eitthvað svo góð hugmynd að klæða kúluna upp sem jólakúlu í tilefni dagsins.
Þegar á hólminn var komið fannst mér diskódressið líklegt til að hræða fólk á förnum vegi svo ég tónaði mig niður í magablúndubol áður en ég fór í bæinn.