Saturday, November 5, 2011

Allskonar og ýmislegt...


*Laugardaginn 5.nóvember frá 11-17*(í dag) verð ég ásamt smekklegum dömum á Eiðistorgi að selja allskonar fínerí fyrir allskonar fólk.

Friday, November 4, 2011

Í formi




Á formfögrum stað er vissara að klæðast rósum, doppum, litum og loði...til öryggis.

Wednesday, November 2, 2011

Stikl














Fjöruferð með fríðu föruneyti einhverntíman í október.
Þegar ég var yngri fór ég oft í fjöruna með pabba mínum, stiklaði á stórum steinum og tíndi allskyns fjörugull Það var og er eitt af mínu uppáhalds að finna steina með ólík andlit og form og gleyma mér við að hlusta og skoða allt sem fjaran á.

Tuesday, November 1, 2011

Vetrarsól



Vetrarsól gerir fína skugga.
Nú má líka færa klukkuna um að minnsta kosti klukkustund því morgunmyrkrið finnst mér ekki eins skemmtilegt.

Friday, October 28, 2011

Sunnudagsseiður





Talnaglögg og seiðmögnuð góðvinkona fyllti fyrsta árið sitt um daginn og bauð til veislu í yndislegu umhverfi í sveitinni sinni.

Friday, October 14, 2011

Lakkafínt!










Nú hefur vefverslunin Lakkalakk flutt lagerinn sinn á Skúlagötu 30 á 2. hæð, við hliðina á Kex hostel.
Systur héldu því innflutningsgill á nýja staðnum þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að máta fagrar flíkur a.m.k. tvisvar í viku en oftar í kringum Airwaves.

Saturday, October 8, 2011

Netagerðin












Opnun Netagerðarinnar við Nýlendugötu 14, þar sem 7 flinkar konur eru með vinnustofu og verslun með fegurð og fíneríi sem þær skapa sjálfar.
Ég kem aftur.