Monday, October 11, 2010

2 mánuðum síðar...






Salka fékk að halda afmæli fyrir bekkjarsystur sínar...2 mánuðum eftir afmælið sitt.
Það var samt ekkert eins og það væri komin önnur árstíð á þessum hlýja og fallega októberdegi.
"Afmælisbarnið" hafði óskað eftir kastalaköku fyrir langa löngu og sú ósk rættist. Alveg eins og hér nema nú var þetta kisu og hundakastali.

Sunday, October 10, 2010

Bleikan









Tók myndir af nokkrum bleikum og ekki bleikum á föstudaginn...
Aðeins meira hér.

Tuesday, October 5, 2010

Nr. 31 og glingur






Vika nr. 31 teboðskjóll og glingur fyrir krumma.
Mér finnst gaman þegar kjólar minna á konfekt og kökur.
Mér finnst samt ekkert töff að vera hokin ...ég kann bara ekki að pósa*

Monday, October 4, 2010

Teboð









Sunnudagsteboð í tilefni af nýafstöðnu afmæli mínu...villt ég veit*
Ég ætlaði auðvitað að taka myndir af öllum fínu kjólunum og gestunum en var svo upptekin við að tespjalla og opna fína pakka að ég tók nær eingöngu myndir af stelli og blómum.
En ljúft var það.

Sunday, October 3, 2010

Meira...













Meira haust úr hjólaferð.
Það er kannski klisja að taka endalausar myndir af trjám og laufum á haustin en ég stenst það aldrei.
Trampólínið úti á víðavangi stendur líka alltaf fyrir sínu alveg eins og smurt brauð og kakó.