Monday, March 30, 2015

Gulnað

Gulur dagur í vinnunni á föstudaginn. Best er að fara alla leið.
Einn nemandi mætti í gulu frá toppi til táar, fékk að stíga á stokk með frumsamið lag um sjálfa sig í gulu og kom með hálfa sítrónu í nesti. Ekkert miðjumoð í boði þann daginn.

Tuesday, March 24, 2015

Flóra

Ég pukraðist baksviðs og tók myndir þar og ofan frá af frumsýningu á nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóru 12. mars í Vörðuskóla.
Seiðmögnuð galdrasýning uppfull af trylltum dansi, tónlist og allskonar fínum konum sem kunnu að gæða fötin lífi.
Lýsing á línunni:
"Flóra er innblásin frá dulmagnaðri og kraftmikilli orku sem finnst í náttúrunni. Þar vaxa grös, jurtir notaðar til að útbúa seiði sem búa yfir lækningarmætti en þau má einnig nota til að öðlast andlegan styrk eða til að tæla hjartað. Hildur kynntist seiðkonu og með henni þróuðust jurtablöndur sem koma fram í prentunum. Línan er einnig innblásin af sterkum kvenfyrirmyndum í bland við galdra."