Wednesday, February 29, 2012
Samtíningur
Það voru samt alveg búningar á Öskudaginn þó að þeir hafi ekki verið gerðir á æðislega rómantískan máta í næturgistingu.
Ég þurfti að gefa upp drauminn minn um að sauma ET búning að þessu sinni en Indíánahöfðinginn var alls ekkert leiður og tók sig vel út í mussu af langömmu sinni og með fjaðrir sem elsti bróðir minn átti.
Páfuglinn varð nær því að vera einhversskonar furðufugl en við kölluðum hann skrautfugl og hann var mjög svo glaður fugl.
Grímur var prinsessa sem sigraði drekann og honum fannst það fínt enda drekinn í miklu uppáhaldi.
Í ömmuhúsi hittum við svo Geishu, græna norn og jólasvein sem voru öll glöð og frábær eins og venjulega.
Þannig var nú það nú.
Monday, February 27, 2012
Sjomm!
Sunday, February 26, 2012
Bjartsýni
Saturday, February 25, 2012
Þar sem gleðin býr
Gamla Lundby dúkkuhúsið mitt hefur gengið í endurnýjun lífdaga.
Ég notaði það mest sem þrautabraut fyrir hvítu tilraunamýsnar mínar sem slitu gólfefninu og fjölguðu sér á ljóshraða.
Nú er það íverustaður ýkt hressrar playmofjölskyldu sem samanstendur af minnst 8 börnum, 5 köttum, 3 broddgöltum, nagrísi og allskonar fólki. Það er ógeðslega mikið að gera hjá þeim og gaman að fylgjast með lífinu og fjörinu sem á það til að leysast upp í vitleysu.
Sunday, February 12, 2012
Sjálfbærni
Sunday, February 5, 2012
Bara allt fínt...
Thursday, February 2, 2012
Velkomin sértu...
Febrúar!
Þessar myndir voru teknar í janúar þegar ég húkti við gluggann og fylgdist með allskonar tegundum af veðri, aðallega snjó og komst ekki út og reyndi að hressa mig við með því að borða allskonar kökur og kaffi. Mér finnst möndlukaka fáránlega góð, möndludropar verða alltaf vinir gömlukonubragðlaukanna minna.
Nú er ég hætt að húka og býð febrúar hjartanlega velkominn með öllu glensinu sem honum fylgir.
Febrúar ég treysti á þig!
Subscribe to:
Posts (Atom)